Kosningalag: Örþrifaráð eða snilldarútspil? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 19:09 Frambjóðendur freista þess að vinna hug og hjörtu kjósenda með kosningalagi. vísir Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba: Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Jón Gnarr verður að teljast konungur kosningalaganna. Lag Besta flokksins sem Jón leiddi í borgarstjórnarkosningum árið 2010, „Við erum best“, sló rækilega í gegn í aðdraganda kosninga. „Vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum, eða tortíma Reykjavík?“ spurði Jón í laginu og lofaði allskonar fyrir aumingja. Hann sigraði kosningarnar, náði sex mönnum inn í borgarstjórn með tæplega 35 prósent fylgi. Fjórum árum síðar fór sami hópur fyrir laginu „Eru til í Reykjavík“, þá undir formerkjum Bjartrar framtíðar, en Jón hafði sagt skilið við borgarmálin. Björt framtíð fékk fimmtán prósent fylgi og náði tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Jón greip í mikrafóninn á ný í vikunni og gaf út glænýtt kosningalag, „Gefum honum von“ með aðstoð góðra vina, svo sem Sigurjóns Kjartanssonar, Ellenar Kristjánsdóttur, Emmsjé Gauta og Króla. „Í Vesturbænum býr miðaldra maður, sem fer á Bessastaði ef hann gæti,“ segir Jón sem biður kjósendur um að gefa sér von. 134 þúsund manns hafa séð lagið á Facebook og 117 þúsund manns á Instagram. Jón Gnarr er hins vegar ekki eini frambjóðandinn sem hefur gefið út lag í kosningabaráttunni. Ástþór Magnússon gaf sömuleiðis út lag í vikunni, sem ber nafnið „Kjósið frið“. Ástþór er margreyndur í kosningabaráttu en kosningalag er nýtt útspil hjá honum. Í samtali við fréttastofu segir Ástþór að lagið hafi borist honum frá vinahópi í Espigerði, en höfundur lagsins væri Jóhann Sigurður. Árið 2012 gáfu einarðir stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur, sem þá stóð í harðri kosningabaráttu við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson, út kosningalagið „Sameinumst“. „Búum til framtíð bjarta, með Þóru í huga og hjarta,“ sungu stuðningsmennirnir. Þóra hlaut 33 prósent atkvæða en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari sem fékk 52 prósent atkvæða. Fleiri stjórnmálaflokkar hafa nýtt sér þetta verkfæri í kosningabaráttu. Má þar nefna Alþýðuflokkinn sem gaf út lagið „18 rauðar rósir“ árið 1987: Samfylkingin gaf sömuleiðis út kosningalag árið 2007, þar sem félagarnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall syngja saman um dásemdir Samfylkingarinnar, við lag Simon og Garfunkel, Ms. Robinson. Lagið er að vísu horfið af Youtube en sýnishorn af laginu má nálgast á hljóssafni Landsbókasafns Íslands. Sjálfstæðismenn á Ísafirði gerðu gott mót í sveitarstjórnarkosningum árið 2006, hlutu 42 prósent atkvæða. Mögulega gerði kosningalagið útslagið í baráttunni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oLCi1LEDoJE">watch on YouTube</a> Loks má nefna hið sígilda lag Framsóknarflokksins, Framsóknarsamba:
Forsetakosningar 2024 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Ísafjarðarbær Grín og gaman Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira