Körfubolti

Ætlar að skjóta Timberwol­ves inn í seríuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ant er ekki sáttur.
Ant er ekki sáttur. EPA-EFE/CRAIG LASSIG

Minnesota Timberwolves er 2-0 undir gegn Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Þriðji leikur liðanna hefst á miðnætti í kvöld og hefur Anthony Edwards lofað að hann muni gera allt í sinu valdi til að koma Timberwolves inn í einvígið.

Leikir liðanna til þessa hafa verið gríðarlega jafnir en stórstjörnur Dallas – þeir Luka Dončić og Kyrie Irving – hafa hins vegar borið af og séð til þess að Dallas er komið í frábæra stöðu.

Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves, ætlar að láta til sín taka þegar hann og hans menn mæta Dallas Mavericks í þriðja leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta.

Ant skoraði 21 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í leik tvö sem Minnesota tapaði með eins stigs mun. Í fyrsta leiknum skoraði hann 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann hefur gefið út að hann ætli að láta mun meira til sín taka í kvöld og treysta sér til að klára fleiri sóknir.

Hvort það takist er annað mál en leikur þrjú í einvígi liðanna er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 á miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×