„Þetta er bara eins og að finna gull“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 11:42 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára. Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára.
Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira