Að sitja vel í sjálfri sér Kolbrún Sverrisdóttir skrifar 27. maí 2024 16:15 Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun