Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Björn Sævar Einarsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Lífeyrissjóðir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun