Kvenskörung á Bessastaði Þorbergur Þórsson skrifar 27. maí 2024 19:16 Katrínu Jakobsdóttur þekki ég ekkert persónulega en ég þekki þó systkini hennar og af góðu einu. Katrínu þekki ég eingöngu af framgöngu hennar á opinberum vettvangi. Ég tók fyrst eftir henni, þegar hún var stigavörður í Gettu betur. Þar birtist hún sem glettin, glaðleg og vel gerð ung manneskja. Þarna kynntist þjóðin henni fyrst. Seinna settist hún á þing fyrir Vinstri græna, það var árið 2007, þegar gríðarleg sveifla var í íslensku þjóðlífi. En skömmu síðar reið mikið áfall yfir landið. Þetta var kannski ekki alveg óvænt áfall, eitthvað lá í loftinu. Tilkynnt var að forsætisráðherrann ætlaði að ávarpa þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu á miðjum vinnudegi mánudaginn 6. október 2008. Dramatísku ávarpi Geirs Haarde lauk með því að forsætisráðherrann bað Guð að blessa Ísland. Ekki var annað að sjá en að landið væri gjaldþrota. Ríkisstjórn Geirs Haarde sat ekki lengi við völd eftir þetta. Vikurnar og mánuðina á eftir þessum degi urðu einstaklingar og fyrirtæki í landinu í hrönnum gjaldþrota vegna þess að lán í erlendum gjaldmiðlum stökkbreyttust í kjölfar gríðarlegrar gengislækkunar íslensku krónunnar. Minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók við af stjórn Geirs 1. febrúar 2009. Menntamálaráðuneytið kom í hlut bráðungs varaformanns Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sem átti einmitt 33 ára afmæli þennan dag. Um vorið var kosið aftur og önnur ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók við en nú með meirihluta á þingi og meiri völd. Þessi stjórn átti eftir að sitja út kjörtímabilið. Katrín hélt áfram með mennta- og menningarmálin. Segja má að þrátt fyrir ungan aldur og mikla kreppu eftir hrunið hafi Katrín verið röggsamur og skynsamur ráðherra. Sagt er Katrín hafi átt lykilþátt í þeirri ákvörðun að ljúka við að byggja Hörpu, tónlistarhúsið mikla. Harpan hafði verið hönnuð af miklum stórhug á bóluárunum á undan en hún var þegar þarna var komið sögu lítið annað en ógæfulegur og gríðarstór húsgrunnur sem margir vildu fylla upp með möl og grús. Það var ekki sjálfsögð ákvörðun á miklum krepputímum að byggja mikla höll. Eftir að byggingu Hörpunnar lauk hefur tónlistarhúsið stóra blásið auknum krafti í tónlistarmenningu landsmanna og tónleikahald. Sú djarfa ákvörðun Katrínar og samstarfsmanna hennar að ljúka við byggingu rándýrs tónlistarhúss á þessum erfiðu tímum gerði að mínu viti mikið til að efla sjálfstraust með hnípinni og skömmustulegri þjóð. Þarna sýndi Katrín Jakobsdóttir hver hún er og um leið var augljóst hve mikilvægt er að skipa einstaklingum af hennar tagi til öndvegis hjá fámennri þjóð. Eftir kosningar sem fóru fram árið 2013 komust Sjálfstæðisflokkur og Framsókn til valda og höfðu drjúgan þingmeirihluta á bak við sig. Það getur þó vart talist hafa verið gæfuleg ríkisstjórn. Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð sagði af sér embætti eftir mikið hneykslismál snemma í apríl 2016. Ný ríkisstjórn sömu flokka tók við undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þrátt fyrir að stofnað hefði verið til stjórnarsamstarfsins með traustum meirihluta í upphafi var efnt til kosninga tæpum sjö mánuðum eftir forsætisráðherraskiptin, þó að enn væri um hálft ár eftir af kjörtímabilinu. Í þeim kosningum misstu stjórnarflokkarnir níu þingmenn og meirihlutann á Alþingi. En Bjarni Benediktsson myndaði nýja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nokkrum vikum síðar, í ársbyrjun 2017. Þessi stjórn varð skammlíf enda kom upp annað hneykslismál. Kosið var aftur haustið 2017, réttu ári eftir kosningarnar á undan. Eftir þær kosningar myndaði Katrín Jakobsdóttir stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessi ríkisstjórn hafði 35 manna meirihluta. Margir samherjar Katrínar urðu hissa og jafnvel reiðir við þessa stjórnarmyndun og sumir virðast raunar ekki enn hafa fyrirgefið henni. Niðurstöður kosninganna voru þó þannig að til að mynda fimm flokka meirihlutastjórn á hinum vængnum, án Framsóknar, hefði þurft VG, Samfylkingu, Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til og þá hefði aðeins fengist 32 manna meirihluti, sem getur auðvitað ekki tæpara verið. Annað hugsanlegt stjórnarmynstur hefði til dæmis verið Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og annað hvort Viðreisn eða Flokkur fólksins með 35 þingmanna meirihluta. Fimm flokka stjórn til vinstri með VG án Framsóknar eða fjögurra flokka stjórn til hægri án VG. Það var augljóslega úr vöndu að ráða, en stjórnmál eru vandasöm. Ríkisstjórn Katrínar sat í heilt kjörtímabil og hélt svo meirihluta sínum í kosningunum 2021. Katrín hélt því stöðu sinni sem forsætisráðherra þrátt fyrir nokkurt fylgistap Vinstri grænna. Á ýmsu gekk, en ríkisstjórn er sem kunnugt er ekki fjölskipað stjórnvald sem tekur sameiginlegar ákvarðanir, heldur tekur hver ráðherra fyrir sig ákvarðanir á þeim sviðum sem hann ber ábyrgð á. Þegar Katrín sagði af sér embætti og þingmennsku 9. apríl sl. hafði aðeins tvisvar á tímabilinu frá hruni setið við völd ríkisstjórn í landinu í heilt kjörtímabil. Katrín sat í báðum þessum ríkisstjórnum. Katrín var menntamálaráðherra í tveimur ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur og forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum sínum, en í báðum tilvikum var um samfelldan stjórnartíma að ræða, og undir forsæti þessara tveggja kvenna var tiltölulega friðsamt í stjórnmálum landsins miðað við hinn hluta tímabilsins, þegar fjórir karlmenn gegndu um mislangt skeið forsætisráðherraembættinu, þeir Geir Haarde í upphafi og síðar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, allir í röð. Það verður ekki annað sagt en að þjóðin hafi tekið eftir glæsilegri framgöngu Katrínar á löngum og farsælum ferli hennar og ítrekað hefur verið kallað á áberandi hátt eftir því að hún byði sig fram í forsetakosningum og hún mælst með mjög mikið fylgi meðal þjóðarinnar. En um áramótin síðustu tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson öllum að óvörum að hann hygðist ekki bjóða sig fram til að gegna embættinu aftur. En fyrri forsetar sátu í embætti í þrjú til fimm kjörtímabil. Ætti þjóðin yfirleitt að fá Katrínu sem forseta leit út fyrir að það yrði að gerast núna, og smám saman urðu þær raddir sem hvöttu hana til að bjóða sig fram háværari, uns hún lét loks undan þrýstingnum og tilkynnti framboð sitt nú snemma í apríl. Katrín hefur svo sannarlega lagt sig alla fram í þágu þjóðarinnar í erfiðum verkefnum sem fylgdu efnahagshruni, kórónufaraldrinum og undanfarið í verkefnum vegna eldgosa á Reykjanesskaga. Um leið hefur hún haldið saman stjórnarsamstarfi ólíkra flokka og fengið á sig mikla, hvassa og sumpart afskaplega ósanngjarna gagnrýni. Allan tímann hefur Katrín sinnt störfum sínum með glæsibrag og verið þjóð sinni til mikils sóma og verið bæði góð fyrirmynd heima fyrir og verðugur og glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þó að ráðherraembætti fari Katrínu vel, held ég að forsetaembættið fari henni enn betur. Katrín hefur alltaf sýnt mikinn áhuga á menningarmálum. Hún menntaði sig í íslensku, frönsku og íslenskum bókmenntum og hefur nokkuð lagt ritstörf fyrir sig, þar með talið skáldsagnaskrif. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu nú á tímum og ég treysti Katrínu ákaflega vel til að beita áhrifum sínum í forsetaembættinu til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskrar tungu, en það er eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags nú á dögum. Þá hefur Katrín sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og náttúruvernd, en þau málefni eru ef eitthvað er jafnvel mikilvægari en sjálf þjóðtungan. Katrín er líka ákaflega hæf í samskiptum á alþjóðavísu, enda hefur hún kynnst fjölda erlendra ráðamanna á löngum embættisferli sínum í stjórnmálum. Í öllum sínum störfum í þágu þjóðarinnar hefur Katrín sýnt og sannað að henni er fyllilega treystandi til að gegna embætti forseta Íslands með mikilli prýði. Það yrði gæfa fyrir þjóðina ef henni lánaðist að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til embættis í forsetakosningunum sem nú fara í hönd. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Katrínu Jakobsdóttur þekki ég ekkert persónulega en ég þekki þó systkini hennar og af góðu einu. Katrínu þekki ég eingöngu af framgöngu hennar á opinberum vettvangi. Ég tók fyrst eftir henni, þegar hún var stigavörður í Gettu betur. Þar birtist hún sem glettin, glaðleg og vel gerð ung manneskja. Þarna kynntist þjóðin henni fyrst. Seinna settist hún á þing fyrir Vinstri græna, það var árið 2007, þegar gríðarleg sveifla var í íslensku þjóðlífi. En skömmu síðar reið mikið áfall yfir landið. Þetta var kannski ekki alveg óvænt áfall, eitthvað lá í loftinu. Tilkynnt var að forsætisráðherrann ætlaði að ávarpa þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu á miðjum vinnudegi mánudaginn 6. október 2008. Dramatísku ávarpi Geirs Haarde lauk með því að forsætisráðherrann bað Guð að blessa Ísland. Ekki var annað að sjá en að landið væri gjaldþrota. Ríkisstjórn Geirs Haarde sat ekki lengi við völd eftir þetta. Vikurnar og mánuðina á eftir þessum degi urðu einstaklingar og fyrirtæki í landinu í hrönnum gjaldþrota vegna þess að lán í erlendum gjaldmiðlum stökkbreyttust í kjölfar gríðarlegrar gengislækkunar íslensku krónunnar. Minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók við af stjórn Geirs 1. febrúar 2009. Menntamálaráðuneytið kom í hlut bráðungs varaformanns Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sem átti einmitt 33 ára afmæli þennan dag. Um vorið var kosið aftur og önnur ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók við en nú með meirihluta á þingi og meiri völd. Þessi stjórn átti eftir að sitja út kjörtímabilið. Katrín hélt áfram með mennta- og menningarmálin. Segja má að þrátt fyrir ungan aldur og mikla kreppu eftir hrunið hafi Katrín verið röggsamur og skynsamur ráðherra. Sagt er Katrín hafi átt lykilþátt í þeirri ákvörðun að ljúka við að byggja Hörpu, tónlistarhúsið mikla. Harpan hafði verið hönnuð af miklum stórhug á bóluárunum á undan en hún var þegar þarna var komið sögu lítið annað en ógæfulegur og gríðarstór húsgrunnur sem margir vildu fylla upp með möl og grús. Það var ekki sjálfsögð ákvörðun á miklum krepputímum að byggja mikla höll. Eftir að byggingu Hörpunnar lauk hefur tónlistarhúsið stóra blásið auknum krafti í tónlistarmenningu landsmanna og tónleikahald. Sú djarfa ákvörðun Katrínar og samstarfsmanna hennar að ljúka við byggingu rándýrs tónlistarhúss á þessum erfiðu tímum gerði að mínu viti mikið til að efla sjálfstraust með hnípinni og skömmustulegri þjóð. Þarna sýndi Katrín Jakobsdóttir hver hún er og um leið var augljóst hve mikilvægt er að skipa einstaklingum af hennar tagi til öndvegis hjá fámennri þjóð. Eftir kosningar sem fóru fram árið 2013 komust Sjálfstæðisflokkur og Framsókn til valda og höfðu drjúgan þingmeirihluta á bak við sig. Það getur þó vart talist hafa verið gæfuleg ríkisstjórn. Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð sagði af sér embætti eftir mikið hneykslismál snemma í apríl 2016. Ný ríkisstjórn sömu flokka tók við undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þrátt fyrir að stofnað hefði verið til stjórnarsamstarfsins með traustum meirihluta í upphafi var efnt til kosninga tæpum sjö mánuðum eftir forsætisráðherraskiptin, þó að enn væri um hálft ár eftir af kjörtímabilinu. Í þeim kosningum misstu stjórnarflokkarnir níu þingmenn og meirihlutann á Alþingi. En Bjarni Benediktsson myndaði nýja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nokkrum vikum síðar, í ársbyrjun 2017. Þessi stjórn varð skammlíf enda kom upp annað hneykslismál. Kosið var aftur haustið 2017, réttu ári eftir kosningarnar á undan. Eftir þær kosningar myndaði Katrín Jakobsdóttir stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessi ríkisstjórn hafði 35 manna meirihluta. Margir samherjar Katrínar urðu hissa og jafnvel reiðir við þessa stjórnarmyndun og sumir virðast raunar ekki enn hafa fyrirgefið henni. Niðurstöður kosninganna voru þó þannig að til að mynda fimm flokka meirihlutastjórn á hinum vængnum, án Framsóknar, hefði þurft VG, Samfylkingu, Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til og þá hefði aðeins fengist 32 manna meirihluti, sem getur auðvitað ekki tæpara verið. Annað hugsanlegt stjórnarmynstur hefði til dæmis verið Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og annað hvort Viðreisn eða Flokkur fólksins með 35 þingmanna meirihluta. Fimm flokka stjórn til vinstri með VG án Framsóknar eða fjögurra flokka stjórn til hægri án VG. Það var augljóslega úr vöndu að ráða, en stjórnmál eru vandasöm. Ríkisstjórn Katrínar sat í heilt kjörtímabil og hélt svo meirihluta sínum í kosningunum 2021. Katrín hélt því stöðu sinni sem forsætisráðherra þrátt fyrir nokkurt fylgistap Vinstri grænna. Á ýmsu gekk, en ríkisstjórn er sem kunnugt er ekki fjölskipað stjórnvald sem tekur sameiginlegar ákvarðanir, heldur tekur hver ráðherra fyrir sig ákvarðanir á þeim sviðum sem hann ber ábyrgð á. Þegar Katrín sagði af sér embætti og þingmennsku 9. apríl sl. hafði aðeins tvisvar á tímabilinu frá hruni setið við völd ríkisstjórn í landinu í heilt kjörtímabil. Katrín sat í báðum þessum ríkisstjórnum. Katrín var menntamálaráðherra í tveimur ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur og forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum sínum, en í báðum tilvikum var um samfelldan stjórnartíma að ræða, og undir forsæti þessara tveggja kvenna var tiltölulega friðsamt í stjórnmálum landsins miðað við hinn hluta tímabilsins, þegar fjórir karlmenn gegndu um mislangt skeið forsætisráðherraembættinu, þeir Geir Haarde í upphafi og síðar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, allir í röð. Það verður ekki annað sagt en að þjóðin hafi tekið eftir glæsilegri framgöngu Katrínar á löngum og farsælum ferli hennar og ítrekað hefur verið kallað á áberandi hátt eftir því að hún byði sig fram í forsetakosningum og hún mælst með mjög mikið fylgi meðal þjóðarinnar. En um áramótin síðustu tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson öllum að óvörum að hann hygðist ekki bjóða sig fram til að gegna embættinu aftur. En fyrri forsetar sátu í embætti í þrjú til fimm kjörtímabil. Ætti þjóðin yfirleitt að fá Katrínu sem forseta leit út fyrir að það yrði að gerast núna, og smám saman urðu þær raddir sem hvöttu hana til að bjóða sig fram háværari, uns hún lét loks undan þrýstingnum og tilkynnti framboð sitt nú snemma í apríl. Katrín hefur svo sannarlega lagt sig alla fram í þágu þjóðarinnar í erfiðum verkefnum sem fylgdu efnahagshruni, kórónufaraldrinum og undanfarið í verkefnum vegna eldgosa á Reykjanesskaga. Um leið hefur hún haldið saman stjórnarsamstarfi ólíkra flokka og fengið á sig mikla, hvassa og sumpart afskaplega ósanngjarna gagnrýni. Allan tímann hefur Katrín sinnt störfum sínum með glæsibrag og verið þjóð sinni til mikils sóma og verið bæði góð fyrirmynd heima fyrir og verðugur og glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þó að ráðherraembætti fari Katrínu vel, held ég að forsetaembættið fari henni enn betur. Katrín hefur alltaf sýnt mikinn áhuga á menningarmálum. Hún menntaði sig í íslensku, frönsku og íslenskum bókmenntum og hefur nokkuð lagt ritstörf fyrir sig, þar með talið skáldsagnaskrif. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu nú á tímum og ég treysti Katrínu ákaflega vel til að beita áhrifum sínum í forsetaembættinu til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskrar tungu, en það er eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags nú á dögum. Þá hefur Katrín sýnt mikinn áhuga á umhverfismálum og náttúruvernd, en þau málefni eru ef eitthvað er jafnvel mikilvægari en sjálf þjóðtungan. Katrín er líka ákaflega hæf í samskiptum á alþjóðavísu, enda hefur hún kynnst fjölda erlendra ráðamanna á löngum embættisferli sínum í stjórnmálum. Í öllum sínum störfum í þágu þjóðarinnar hefur Katrín sýnt og sannað að henni er fyllilega treystandi til að gegna embætti forseta Íslands með mikilli prýði. Það yrði gæfa fyrir þjóðina ef henni lánaðist að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til embættis í forsetakosningunum sem nú fara í hönd. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun