Þjóðhöfðinginn Katrín Sigríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:31 Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu. Atkvæðagreiðsla í forsetakjöri er leynileg en ég velti því stundum fyrir mér hvað það er sem fær fólk eins og mig, rúmlega fertuga hálfkulnaða konu sem býr nær Grænlandsjökli en Þjóðleikhúsinu til að stinga hálsinum á sér út svo þau sem eru ósammála geti barið á. Hvers vegna finnst mér að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti Íslands? Ég hef tekið þátt í grasrótarstarfi lítils stjórnmálaflokks í 11 ár og tók þátt í að velja Katrínu Jakobsdóttur sem formann Vinstri grænna árið 2013. Forsendur þessarar þátttöku minnar í stjórnmálum voru sennilega fyrirmyndirnar sem ég hafði í foreldrum mínum, stéttvísi þeirra og þátttaka í kjarabaráttu og stjórnmálastarfi. Það er mikilvægt að berjast fyrir því sem maður trúir á og telur gagnast samfélaginu. Ég hef lært mikið á þessum árum og upplifað sem áhorfandi og þátttakandi í stjórnmálum. Stjórnmálaþátttaka er mikilvæg fyrir samfélagið og smákóngar og egóistar eiga sjaldnast láni að fagna til lengri tíma. Stjórnmál krefjast seiglu og langlundargeðs og alltaf þarf að miðla málum. Ég hef verið heppin að vera í skemmtilegum félagsskap með góða valddreifingu en við höfum líka haft einstakan leiðtoga sem svo eftirminnilega sagðist ekki vera neinn aftursætisbílstjóri (já, það er alltaf verið að tala konur niður, munum það) fyrir þessum 11 árum þegar hún tók við formennsku, enda væri stjórnmálahreyfingin okkar rúta. Katrín hefur allan þennan tíma verið góður félagi og öflugur leiðtogi á sama tíma, hvetjandi í öllum veðrum og aldrei sett sína persónulegu hagsmuni eða hagsmuni einhverra andlitslausra valdabákna í forgang. Þegar Katrín fékk það vandasama verk að leiða saman ólíkar stjórnmálahreyfingar í ríkisstjórn landsins fengu leiðtogahæfileikar hennar að njóta sín svo um munaði við erfiðar aðstæður. Ég tel víst að henni hafi tekist að hafa áhrif á stjórnmálamenningu til batnaðar, líka fyrir aðra stjórnmálaflokka og aðra hópa samfélagsins, með því að draga markvisst úr skautun í samvinnu og samtali. Þessi áhrif hennar sjást vel í því að stuðningsmenn hennar til forseta eru af öllum sauðahúsum. Það er fólkið sem hún hefur unnið með, staðið með, tekið utan um og barist fyrir. Það er jákvætt merki að ég sé sama sinnis um forsetaframbjóðanda og flokkspólitískir andstæðingar (best að nefna engin nöfn). Ég vona að þeim sé líka sama þó þeir kjósi það sama og ég, svona illa vinstri græn. Áhrifa Katrínar er þörf víðar en í stjórnmálum og um það erum við sammála, þvert á litrófið. Ég segi því eins og einn framsóknarmaður sem ég þekki, við höfum marga ágæta forsetaframbjóðendur en aðeins einn þeirra er efni í þjóðhöfðingja. Höfundur er húsmóðir, kennari, dýralæknir og vinstrisinni á Ísafirði.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar