Fylkir vann þá 3-1 sigur á HK eftir að hafa komist í 3-0 í leiknum. Þetta var lokaleikur áttundu umferðar.
Nikulás Val Gunnarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson komu Fylkisliðinu i 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins pg Matthias Præst skoraði síðan þriðja markið á 63. mínútu. Birkir Valur Jónsson minnkaði muninn tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Fylkismenn eru núna aðeins einu stigi á eftir KA og nú þremur stigum frá öruggu sæti en þar sita HK og Vestri. Eftir þessi úrslit bættist mun meiri spenna í botnbaráttuna en HK-ingar áttu möguleika á því að rífa sig frá henni í bili með sigri.
Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.