Fótbolti

Orri Steinn til Ítalíu?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Orri Steinn Óskarsson er eftirsóttur.
Orri Steinn Óskarsson er eftirsóttur. Getty/Lars Ronbog

Orri Steinn Óskarsson er sagður undir smásjá Atalanta frá Ítalíu. Liðið vann nýverið Evrópudeildartitilinn eftir sigur á Bayer Leverkusen í úrslitum.

Orri Steinn hefur virðist hafa vakið athygli víða um Evrópu með frammistöðu sinni fyrir FC Kaupmannahöfn í vetur. Gianpaolo Gasperini, þjálfari Atalanta, er sagður hafa áhuga á Orra í ítalska miðlinum Gazzetta Dello Sport.

Orri Steinn myndi passa vel sem varamaður fyrir framherjann Gianluca Scamacca með það fyrir augum að hann taki við keflinu á einhverjum tímapunkti.

Orri verður tvítugur í lok ágúst en hann hefur skorað 14 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og er markahæstur leikmanna Kaupmannahafnarliðsins. Samningur hans rennur út næsta sumar svo danska liðið gæti horft til þess að selja hann í sumar.

FCK hafnaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er á leið í umspil við Randers um sæti í Sambandsdeild Evrópu að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×