Svona getum komið í veg fyrir að Katrín vinni Björn B. Björnsson skrifar 28. maí 2024 12:15 Samkvæmt skoðanakönnunum tilheyri ég lang stærsta hópi kjósenda í komandi forsetakosningum; þeim sem vilja ekki að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Katrín er mikil ágætis manneskja sem ekkert nema gott er um að segja og hún myndi vel valda starfinu. En þegar við veljum okkur forseta skoðum við fyrri verk frambjóðenda og sú skoðun er ástæða þess að stærsti hluti kjósenda vill ekki Katrínu sem forseta. Mínar ástæður eru einkum fjórar. Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að fá nýtt fólk að borðinu. Í því er fólgin framför, breyting til góðs. Við eigum mikið af kláru og vel menntuðu fólki og við eigum að gefa því tækifæri til að hafa áhrif í samfélaginu en ekki láta alltaf sama fólkið stýra og stjórna. Í öðru lagi finnst mér miklu skipta að stjórnmálaöflin í landinu ráði ekki forsetaembættinu. Forsetinn er þjóðkjörinn og á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti. Hann er öryggisventill þjóðarinnar gagnvart hinum pólitísku öflum og má því ekki vera hluti af þeim. Stjórnarskráin okkar reynir að girða fyrir aðkomu stjórnmálamanna að forsetaembættinu með því að banna beinlínis að þingmenn bjóði sig fram til forseta. Katrín fer í kringum þetta með því að segja af sér þingmennsku og bjóða sig svo fram daginn eftir - sem er tæknilega ekki bannað en augljóslega ekki í anda laganna. Peningaöflin í landinu eiga heldur ekki að ráð því hver verður forseti Íslands. Allir geta séð að framboð Katrínar auglýsir margfalt meira en nokkur annar frambjóðandi getur leyft sér - og það er ekki gott merki. Í þriðja lagi er skyndilegt brotthlaup Katrínar úr stóli forsætisráðherra til þess að reyna að verða forseti ekki vinnubrögð til fyrirmyndar að mínu mati. Að kasta frá sér þeim störfum sem maður hefur tekið að sér og er trúað fyrir. Hver er sú knýjandi nauðsyn sem fær æðsta ráðamann lýðveldisins til að hætta allt í einu að gegna embættisskyldum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn Íslands? Katrín segir sjálf að hún bjóði sig fram til forseta því hún vilji gera gagn. Við vitum öll að það er ekki satt. Einfaldlega vegna þess að forsætisráðherra getur gert margfalt meira gagn en forsetinn getur nokkurn tímann gert. Til dæmis er staða eldri borgara og öryrkja að þeirra sögn miklu verri í dag en þegar Katrín varð forsætisráðherra. Í því embætti gæti Katrín gert þessum hópi mikið gagn ef hún vildi - en lítt eða ekki sem forseti. Í fjórða lagi er Katrín með fjölmörg pólitísk ágreiningsefni í farteskinu sem mér finnst að ekki eigi að draga inn á Bessastaði. Þar má nefna óánægju kjósenda Vinstri grænna með undanlátssemi við stefnumál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum Kartínar og óbilandi vörn hennar fyrir Bjarna Benediktsson á hverju sem gengið hefur. Þessi óánægja birtist í því að flokkur Katrínar gæti vel þurrrkast út af þingi samkvæmt könnunum. Margir eru ósáttir við að ríkisstjórn hennar lagði fram fjármuni úr sameiginlegum sjóðum okkar til að kaupa vopn sem eru ætluð til að drepa rússnesk ungmenni sem hafa verið skikkuð til að berjast í Úkraínu. Þúsundir aldraðra og öryrkja búa við fátæktarmörk og það svíður sárt. Þá eru margir Sjálfstæðismenn henni reiðir fyrir að standa að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm. Nú síðast er það svo frumvarp sem Katrín vann að og framselur auðlindir okkar ótímabundið - svo nokkur atriði séu nefnd. Öll þessi ágreiningsefni eru að mínu viti ekki góður farangur fyrir forseta og raunar óttast ég að ef Katrín nái kjöri verði hún fyrsti forseti Íslands sem þjóðin muni aldrei sameinast um. Hin þrjú, sem samkvæmt könnunum eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri, Baldur, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir held ég að geti öll orðið góðir forsetar - og geti sameinað þjóðina að baki sér. Kjör Baldurs væri gott framfaraskref vegna þess að hann er samkynhneigður. En mér finnst kominn tími til að kona gegni embættinu svo ekki líði þrír eða fjórir áratugir þar sem engin kona er forseti Íslands. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir yrði góður forseti, en þó hallast ég frekar að Höllu Hrund. Ástæðan er áhersla hennar á varðstöðu um auðlindir Íslands í þágu almennings. Halla Hrund hefur til dæmis sagt að ef frumvarpið um ótímabundið framsal leyfa til fiskeldis verði samþykkt óbreytt muni hún ekki skrifa undir þau lög heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar. Hér er talað tæpitungulaust og skilaboðin til Alþingis eru skýr. Hér birtist líka grundvallarmunur á afstöðu Höllu Hrundar og Katrínar sem mótaði þetta frumvarp sem matvælaráðherra og þarf nú að standa með því verki sínu. Í dag er staðan sú að Kartín getur mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi vegna þess að stuðningur okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur. Eina ráðið við þeim vanda sem við, sem viljum ekki Katrínu erum í, er að kjósa taktískt. Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður. Það er ekki auðvelt skref að stíga að kjósa annan en þann sem maður helst vill - en aðeins þannig getum við tryggt að Ísland fái forseta sem verður okkar allra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum tilheyri ég lang stærsta hópi kjósenda í komandi forsetakosningum; þeim sem vilja ekki að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Katrín er mikil ágætis manneskja sem ekkert nema gott er um að segja og hún myndi vel valda starfinu. En þegar við veljum okkur forseta skoðum við fyrri verk frambjóðenda og sú skoðun er ástæða þess að stærsti hluti kjósenda vill ekki Katrínu sem forseta. Mínar ástæður eru einkum fjórar. Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að fá nýtt fólk að borðinu. Í því er fólgin framför, breyting til góðs. Við eigum mikið af kláru og vel menntuðu fólki og við eigum að gefa því tækifæri til að hafa áhrif í samfélaginu en ekki láta alltaf sama fólkið stýra og stjórna. Í öðru lagi finnst mér miklu skipta að stjórnmálaöflin í landinu ráði ekki forsetaembættinu. Forsetinn er þjóðkjörinn og á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti. Hann er öryggisventill þjóðarinnar gagnvart hinum pólitísku öflum og má því ekki vera hluti af þeim. Stjórnarskráin okkar reynir að girða fyrir aðkomu stjórnmálamanna að forsetaembættinu með því að banna beinlínis að þingmenn bjóði sig fram til forseta. Katrín fer í kringum þetta með því að segja af sér þingmennsku og bjóða sig svo fram daginn eftir - sem er tæknilega ekki bannað en augljóslega ekki í anda laganna. Peningaöflin í landinu eiga heldur ekki að ráð því hver verður forseti Íslands. Allir geta séð að framboð Katrínar auglýsir margfalt meira en nokkur annar frambjóðandi getur leyft sér - og það er ekki gott merki. Í þriðja lagi er skyndilegt brotthlaup Katrínar úr stóli forsætisráðherra til þess að reyna að verða forseti ekki vinnubrögð til fyrirmyndar að mínu mati. Að kasta frá sér þeim störfum sem maður hefur tekið að sér og er trúað fyrir. Hver er sú knýjandi nauðsyn sem fær æðsta ráðamann lýðveldisins til að hætta allt í einu að gegna embættisskyldum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn Íslands? Katrín segir sjálf að hún bjóði sig fram til forseta því hún vilji gera gagn. Við vitum öll að það er ekki satt. Einfaldlega vegna þess að forsætisráðherra getur gert margfalt meira gagn en forsetinn getur nokkurn tímann gert. Til dæmis er staða eldri borgara og öryrkja að þeirra sögn miklu verri í dag en þegar Katrín varð forsætisráðherra. Í því embætti gæti Katrín gert þessum hópi mikið gagn ef hún vildi - en lítt eða ekki sem forseti. Í fjórða lagi er Katrín með fjölmörg pólitísk ágreiningsefni í farteskinu sem mér finnst að ekki eigi að draga inn á Bessastaði. Þar má nefna óánægju kjósenda Vinstri grænna með undanlátssemi við stefnumál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum Kartínar og óbilandi vörn hennar fyrir Bjarna Benediktsson á hverju sem gengið hefur. Þessi óánægja birtist í því að flokkur Katrínar gæti vel þurrrkast út af þingi samkvæmt könnunum. Margir eru ósáttir við að ríkisstjórn hennar lagði fram fjármuni úr sameiginlegum sjóðum okkar til að kaupa vopn sem eru ætluð til að drepa rússnesk ungmenni sem hafa verið skikkuð til að berjast í Úkraínu. Þúsundir aldraðra og öryrkja búa við fátæktarmörk og það svíður sárt. Þá eru margir Sjálfstæðismenn henni reiðir fyrir að standa að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm. Nú síðast er það svo frumvarp sem Katrín vann að og framselur auðlindir okkar ótímabundið - svo nokkur atriði séu nefnd. Öll þessi ágreiningsefni eru að mínu viti ekki góður farangur fyrir forseta og raunar óttast ég að ef Katrín nái kjöri verði hún fyrsti forseti Íslands sem þjóðin muni aldrei sameinast um. Hin þrjú, sem samkvæmt könnunum eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri, Baldur, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir held ég að geti öll orðið góðir forsetar - og geti sameinað þjóðina að baki sér. Kjör Baldurs væri gott framfaraskref vegna þess að hann er samkynhneigður. En mér finnst kominn tími til að kona gegni embættinu svo ekki líði þrír eða fjórir áratugir þar sem engin kona er forseti Íslands. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir yrði góður forseti, en þó hallast ég frekar að Höllu Hrund. Ástæðan er áhersla hennar á varðstöðu um auðlindir Íslands í þágu almennings. Halla Hrund hefur til dæmis sagt að ef frumvarpið um ótímabundið framsal leyfa til fiskeldis verði samþykkt óbreytt muni hún ekki skrifa undir þau lög heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar. Hér er talað tæpitungulaust og skilaboðin til Alþingis eru skýr. Hér birtist líka grundvallarmunur á afstöðu Höllu Hrundar og Katrínar sem mótaði þetta frumvarp sem matvælaráðherra og þarf nú að standa með því verki sínu. Í dag er staðan sú að Kartín getur mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi vegna þess að stuðningur okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur. Eina ráðið við þeim vanda sem við, sem viljum ekki Katrínu erum í, er að kjósa taktískt. Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður. Það er ekki auðvelt skref að stíga að kjósa annan en þann sem maður helst vill - en aðeins þannig getum við tryggt að Ísland fái forseta sem verður okkar allra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun