Baldur er leiðtogi og mannasættir Karl Ágúst Ipsen skrifar 28. maí 2024 14:16 Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem ber að huga að þegar velja skal fólk til leiðtogastarfa. Viðkomandi þarf að hafa persónutöfra sem hrífur fólk með sér til góðra verka. Hann þarf að vera mannasættir, geta leitt saman ólíka hópa til sameiginlegrar niðurstöðu sem öll geta verið sátt við og hann þarf að vera fróður um verkefnin. Baldur hefur sýnt alla þessa eiginleika í lífi og starfi. Þegar réttindabarátta samkynhneigðra innan Háskóla Íslands var rétt að líta dagsins sá hópur ungs fólks, nemenda við skólann að það þyrfti að vera til vettvangur fyrir hinsegin fólk til að berjast fyrir réttindum sínum. Frumkvæðið að stofnun félags hinsegin fólks við Háskóla Íslands kom þó ekki frá nemendunum sjálfum heldur frá Baldri Þórhallssyni, kennara þeirra. Baldur sá að til þess að rétta hlut nemendanna þyrfti sterkan samstöðuvettvang, en líka stað fyrir fólk að kynnast og koma saman á eigin forsendum. Þannig hreif Baldur nemendur með sér og leiddi þá saman til þess að stofna þetta frábæra félag sem enn í dag lifir. Q félag hinsegin stúdenta er öflugt félag og mikilvægi þess hefur síst minnkað. Það var Baldur sem var fenginn til þess af hálfu Þjóðkirkjunnar að sætta kirkjuna og hinsegin fólk eftir áralöng særindi í kjölfar framkomu og jaðarsetningu kirkjunnar gagnvart hinsegin fólki. Baldur tók þetta erfiða verkefni að sér og nú ríkir mun meiri sátt á milli þessara ólíku hópa en áður þekktist. Baldur er maður sátta og hann kann öðrum betur að leiða fólk saman. Baldur er fremstur fræðimanna á sviði smáríkja og sem slíkur stofnaði hann Rannsóknasetur um smáríki. Til marks um yfirgripsmikla þekkingu Baldurs var hann kallaður til ráðgjafar af skoskum stjórnvöld sem um langt árabil hafa stefnt að sjálfstæði. Baldur er einnig fjölfróður um embætti forseta Íslands sem stjórnmálafræðingur og hefur ítrekað verið kallaður til útskýringa á málefnum þess í fjölmiðlum og víðar. Það er leitun að manni með meiri þekkingu á verkefnum og eðli embættisins og hlutverki Íslands sem smáþjóðar á meðal þjóða. Það er ekki algengt að þjóðir hafi val um að leiða mann til forystu sem er slíkum afburðakostum gæddur. Það hefur íslenska þjóðin núna, það er mikilvægt að við látum ekki það happ úr hendi sleppa. Kjósum Baldur Þórhallsson þann 1. júní.Höfundur er kjósandi í Reykjavík.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar