Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 22:51 Flökunarmeistarinn kenndi frambjóðendum hvernig á að flaka fisk. Vísir/Einar Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel. Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel.
Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira