Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2024 10:40 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. „Það er erfiður dagur í dag, en af virðingu við starfsfólkið okkar get ég ekki tjáð mig nánar núna,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, í samtali við Vísi. Ekki hefur náðst í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið boðað til funda hjá deildum innan fyrirtækisins eftir hádegið. Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Fyrsti ársfjórðungur var sá tekjuhæsti í sögu félagsins en á sama tíma var afkoma félagsins neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Velta við öllum steinum „Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. FF7 fjallað um erindi Boga í byrjun maí eftir að hafa fengið veður af uppsögnum á skrifstofum Icelandair. Það mætti rekja til þess að Icelandair hefði fengið ráðgjafafyrirtækið McKinsey&Company til að gera greiningu á rekstrinum. Hönnunardeild Icelandair var lögð niður en deildin var með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum. „Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir í byrjun maí. Það voru fyrstu uppsagnirnar eftir ráðningu McKinsey& Company og nú hefur þeim fjölgað verulega í dag. Uppfært klukkan 15:45: Að neðan má sjá tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. Icelandair gengur frá starfslokum við 82 starfsmenn Í dag hefur Icelandair gengið frá starfslokum við 82 starfsmenn. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Á árunum 2021-2023 réð félagið og þjálfaði um 2.500 starfsmenn, tók fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða 13 nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur náðist við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin skipti einnig sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Nú er aðaláhersla félagsins hins vegar á að auka skilvirkni í rekstrinum í kjölfar þessa mikla uppbyggingartímabils. Líkt og áður hefur komið fram er nú unnið að fjölmörgum aðgerðum til að styrkja samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Einn liður í hagræðingaraðgerðum nú er fækkun starfsfólks í ýmsum deildum og starfsstöðvum Icelandair í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri: „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af hárri verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Jafnframt ríkir óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það er því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“ Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Það er erfiður dagur í dag, en af virðingu við starfsfólkið okkar get ég ekki tjáð mig nánar núna,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, í samtali við Vísi. Ekki hefur náðst í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið boðað til funda hjá deildum innan fyrirtækisins eftir hádegið. Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Fyrsti ársfjórðungur var sá tekjuhæsti í sögu félagsins en á sama tíma var afkoma félagsins neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Velta við öllum steinum „Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. FF7 fjallað um erindi Boga í byrjun maí eftir að hafa fengið veður af uppsögnum á skrifstofum Icelandair. Það mætti rekja til þess að Icelandair hefði fengið ráðgjafafyrirtækið McKinsey&Company til að gera greiningu á rekstrinum. Hönnunardeild Icelandair var lögð niður en deildin var með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum. „Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir í byrjun maí. Það voru fyrstu uppsagnirnar eftir ráðningu McKinsey& Company og nú hefur þeim fjölgað verulega í dag. Uppfært klukkan 15:45: Að neðan má sjá tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis. Icelandair gengur frá starfslokum við 82 starfsmenn Í dag hefur Icelandair gengið frá starfslokum við 82 starfsmenn. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Á árunum 2021-2023 réð félagið og þjálfaði um 2.500 starfsmenn, tók fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða 13 nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur náðist við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin skipti einnig sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Nú er aðaláhersla félagsins hins vegar á að auka skilvirkni í rekstrinum í kjölfar þessa mikla uppbyggingartímabils. Líkt og áður hefur komið fram er nú unnið að fjölmörgum aðgerðum til að styrkja samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Einn liður í hagræðingaraðgerðum nú er fækkun starfsfólks í ýmsum deildum og starfsstöðvum Icelandair í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri: „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af hárri verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Jafnframt ríkir óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það er því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira