Sport

Fyrrum Ólympíumeistari dæmdur í bann fyrir lyfjamisnotkun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í heimalandi sínu árið 2016.
Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í heimalandi sínu árið 2016. Vísir/Getty

Brasilíski stangarstökkvarinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Thiago Braz hefur verið dæmdur í 16 mánaða keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun.

Braz vann gullverðlaun í heimalandi sínu árið 2016 og bronsverðlaun í Tókýó 2020. Hann hafði tryggt sér þátttökurétt á leikunum í París í sumar en mun ekki taka þátt. 

Hann gerðist brotlegur á reglum alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) þegar bannefnið Ostarine, sem eykur testósterón framleiðslu í líkamanum, fannst í þvagsýni.

Alþjóðleg samtök um heilindi frjálsra íþrótta (Athletics Integrity Unit), sem starfa undir alþjóða frjálsíþróttasambandinu (World Athletics), fóru fram á fjögurra ára keppnisbann. 

Því var haldið fram að Braz hafi viljandi innbyrt efnið þó hann hafi vitað að það væri bannið.

Íþróttafólk frá Brasilíu hefur fengið sérstaka fræðslu um hættur þess að innbyrða lyf eða fæðubótarefni frá brasilískum lyfjastofnunum, sem oft eru menguð.

WADA féllst ekki á það og sagði að þó hann hafi viljandi innbyrt efnið hafi það verið samkvæmt ráðleggingum frá læknateymi stangarstökkvarans.


Tengdar fréttir

Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu

Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×