Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir skrifar 29. maí 2024 15:31 Náttúruauðlindir eru undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Verði ég forseti Íslands mun ég stuðla að vitundarvakningu um verðmæti þeirra og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar í víðu samhengi. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings og unnið að lausnum í orkumálum landsins, meðal annars í kjölfar náttúruhamfara. Auk þess hef ég kallað eftir skýrari reglum um jarðarkaup erlendra aðila þannig að almannahagsmunir séu ætíð hafðir að leiðarljósi. Það er nánast ómögulegt að leggja of mikla áherslu á þetta. Í fyrri störfum mínum hef ég meðal annars búið á stöðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Afríku þar sem slæm umgengni við auðlindir hefur haft neikvæð áhrif á samfélög. Þessi reynsla hefur kennt mér nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu, vernd og eignarhaldi á náttúruauðlindum. Verðmætar auðlindir heits og kalds vatns og jarðefna Forseti Íslands þarf ávallt að gæta vel að hagsmunum íslensks almennings. Reynsla mín sem orkumálastjóri, sem og störf mín á sviði auðlindamála við Harvard og á öðrum erlendum vettvangi, munu reynast vel til þess. Ég hef skrifað um mikilvægi þess að við hugum að löggjöf Íslands þegar kemur að sölu á jörðum sem eru ríkar af auðlindum og bent á að löggjöf okkar sé ekki hönnuð til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Um þetta má lesa nánar í grein minni „Jarðakaup í nýjum tilgangi.“ Fjöldi íslenskra jarða sem eru ríkar af auðlindum, hvort sem um er að ræða vatn, jarðhita eða jarðefni, hefur verið seldur til erlendra aðila á undanförnum árum. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbirgðir sínar skipulega og horfa til þessara auðlinda til langs tíma virðist ekki gæta nægilegrar langtímahugsunar gagnvart eignarhaldi á þessum auðlindum hér á landi. Orkuauðlindir eiga að tilheyra þjóðinni Raforkutilskipanirnar Evrópusambandsins sem verið er að innleiða á Íslandi krefjast þess að orkumarkaðir séu samkeppnishæfir og óháðir stjórnvöldum, sem er að mörgu leyti jákvætt en getur leitt til aukins þrýstings á einkavæðingu orkufyrirtækja, sér í lagi þeirra sem leika stórt hlutverk á markaði eins og Landsvirkjun. Reikna má með að hugmyndir um slíkt muni fá byr undir báða vængi hér landi á komandi árum, samfara nýrri löggjöf, enda hafa þær reglulega komið upp hjá ráðamönnum og hagsmunaöflum, meðal annars sem lausn við skuldavanda ríkissjóðs eftir hrun. Við þurfum því að vera vakandi fyrir áhrifum regluverksins sem innleitt hefur verið. Verðmætar náttúruauðlindir á ekki að selja að þjóðinni forspurðri og vonandi kemur aldrei til þess að Alþingi afgreiði mál eins og Landsvirkjun með þeim hætti. Alþjóðaviðskipti og nýtingarleyfi Grunnur velmegunar Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum, meðal annars með ál og sjávarfang. Miklir möguleikar tengjast líka ýmsum öðrum alþjóðlegum viðskiptum sem byggjast á íslenskum auðlindum. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þess ekki að auðlindir séu seldar úr landi. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda viðskipti með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi. Slík nýtingarleyfi eru til dæmis nýtt í auðlindaríku landi eins og Ástralíu. Þar er auðlindin í raun leigð af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum. Margar leiðir eru færar í takt við áherslur stjórnvalda. Baráttumál fortíðar og framtíðar Við getum verið þakklát fyrir margt sem vel hefur verið gert á sviði auðlindamála hér á landi. Þeirri stefnu ríkisins að virkjanir væru í innlendri eigu en kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin er til dæmis vel lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eignuðust fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel getað farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði að við sem samfélag eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónum við landið. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar. Forseti Íslands þarf að hafa þekkingu á sviði orkumála Orku- og loftslagsmál móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og við sjáum til dæmis í Úkraínu og víðar. Samvinna milli landa mun mótast af þessum málum á næstu árum og þekking ráðamanna mun skipta miklu máli. Það er einnig mikilvægt að þekkingu um þessi mál sé miðlað til þjóðarinnar og stuðlað sé að umræðu með ábyrgum hætti. Ég mun ávallt hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi Hljóti ég stuðning þjóðarinnar til þess að verða forseti mun ég efla vitund okkar um verðmæti náttúru og auðlinda hennar og vera vakandi fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar. Náttúruauðlindir eru og eiga að vera undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Það er kjarni málsins. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Orkumál Halla Hrund Logadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Náttúruauðlindir eru undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Verði ég forseti Íslands mun ég stuðla að vitundarvakningu um verðmæti þeirra og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar í víðu samhengi. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings og unnið að lausnum í orkumálum landsins, meðal annars í kjölfar náttúruhamfara. Auk þess hef ég kallað eftir skýrari reglum um jarðarkaup erlendra aðila þannig að almannahagsmunir séu ætíð hafðir að leiðarljósi. Það er nánast ómögulegt að leggja of mikla áherslu á þetta. Í fyrri störfum mínum hef ég meðal annars búið á stöðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Afríku þar sem slæm umgengni við auðlindir hefur haft neikvæð áhrif á samfélög. Þessi reynsla hefur kennt mér nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu, vernd og eignarhaldi á náttúruauðlindum. Verðmætar auðlindir heits og kalds vatns og jarðefna Forseti Íslands þarf ávallt að gæta vel að hagsmunum íslensks almennings. Reynsla mín sem orkumálastjóri, sem og störf mín á sviði auðlindamála við Harvard og á öðrum erlendum vettvangi, munu reynast vel til þess. Ég hef skrifað um mikilvægi þess að við hugum að löggjöf Íslands þegar kemur að sölu á jörðum sem eru ríkar af auðlindum og bent á að löggjöf okkar sé ekki hönnuð til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Um þetta má lesa nánar í grein minni „Jarðakaup í nýjum tilgangi.“ Fjöldi íslenskra jarða sem eru ríkar af auðlindum, hvort sem um er að ræða vatn, jarðhita eða jarðefni, hefur verið seldur til erlendra aðila á undanförnum árum. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbirgðir sínar skipulega og horfa til þessara auðlinda til langs tíma virðist ekki gæta nægilegrar langtímahugsunar gagnvart eignarhaldi á þessum auðlindum hér á landi. Orkuauðlindir eiga að tilheyra þjóðinni Raforkutilskipanirnar Evrópusambandsins sem verið er að innleiða á Íslandi krefjast þess að orkumarkaðir séu samkeppnishæfir og óháðir stjórnvöldum, sem er að mörgu leyti jákvætt en getur leitt til aukins þrýstings á einkavæðingu orkufyrirtækja, sér í lagi þeirra sem leika stórt hlutverk á markaði eins og Landsvirkjun. Reikna má með að hugmyndir um slíkt muni fá byr undir báða vængi hér landi á komandi árum, samfara nýrri löggjöf, enda hafa þær reglulega komið upp hjá ráðamönnum og hagsmunaöflum, meðal annars sem lausn við skuldavanda ríkissjóðs eftir hrun. Við þurfum því að vera vakandi fyrir áhrifum regluverksins sem innleitt hefur verið. Verðmætar náttúruauðlindir á ekki að selja að þjóðinni forspurðri og vonandi kemur aldrei til þess að Alþingi afgreiði mál eins og Landsvirkjun með þeim hætti. Alþjóðaviðskipti og nýtingarleyfi Grunnur velmegunar Íslands liggur í öflugum alþjóðaviðskiptum, meðal annars með ál og sjávarfang. Miklir möguleikar tengjast líka ýmsum öðrum alþjóðlegum viðskiptum sem byggjast á íslenskum auðlindum. Alþjóðaviðskipti og fjárfestingar krefjast þess ekki að auðlindir séu seldar úr landi. Þvert á móti er hægt að laða að erlent fjármagn og stunda viðskipti með því að veita aðkomu að verkefnum í gegnum nýtingarleyfi. Slík nýtingarleyfi eru til dæmis nýtt í auðlindaríku landi eins og Ástralíu. Þar er auðlindin í raun leigð af eiganda sem fjárfestir í ólíkum verkefnum. Margar leiðir eru færar í takt við áherslur stjórnvalda. Baráttumál fortíðar og framtíðar Við getum verið þakklát fyrir margt sem vel hefur verið gert á sviði auðlindamála hér á landi. Þeirri stefnu ríkisins að virkjanir væru í innlendri eigu en kaupendur orkunnar gætu verið erlendir fjárfestar og fyrirtæki líkt og álverin er til dæmis vel lýst í ævisögu Jóhannesar Nordal. Höfum í huga að slíkt var alls ekki sjálfsagt. Í mörgum ríkjum eignuðust fyrirtæki virkjanirnar sömuleiðis og svo hefði vel getað farið hér. Þessi langtímahugsun forvera okkar tryggði að við sem samfélag eigum gríðarleg verðmæti í virkjunum landsins í dag. Í sjávarútveginum er annað gott dæmi. Þar háðum við endurtekin þorskastríð við Breta til að tryggja að við ættum fiskinn í sjónum við landið. Þótt ýmis deilumál hafi risið um kvótakerfið má samt segja að flestir séu sammála um að við getum verið þakklát þeirri niðurstöðu að takmarkanir voru settar á erlent eignarhald auðlindarinnar sjálfrar. Forseti Íslands þarf að hafa þekkingu á sviði orkumála Orku- og loftslagsmál móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og við sjáum til dæmis í Úkraínu og víðar. Samvinna milli landa mun mótast af þessum málum á næstu árum og þekking ráðamanna mun skipta miklu máli. Það er einnig mikilvægt að þekkingu um þessi mál sé miðlað til þjóðarinnar og stuðlað sé að umræðu með ábyrgum hætti. Ég mun ávallt hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi Hljóti ég stuðning þjóðarinnar til þess að verða forseti mun ég efla vitund okkar um verðmæti náttúru og auðlinda hennar og vera vakandi fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar. Náttúruauðlindir eru og eiga að vera undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Það er kjarni málsins. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun