Fótbolti

Kompany tekinn við Bayern München

Valur Páll Eiríksson skrifar
Vincent Kompany skrifar undir í Bæjaralandi.
Vincent Kompany skrifar undir í Bæjaralandi. Mynd/Heimasíða Bayern

Vincent Kompany hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Bayern München. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Kompany er 38 ára gamall Belgi og tekur við liðinu af Thomasi Tuchel. Talið er að Bæjarar greiði fyrra félagi Kompany, Burnley á Englandi, rúmar tíu milljónir punda fyrir þjálfarann.

Kompany tók við Burnley sumarið 2022 og stýrði liðinu til sigurs í B-deildinni á Englandi á fyrstu leiktíð sinni. Það gekk hins vegar allt á afturfótunum á nýliðinni leiktíð í úrvalsdeildinni þar sem liðið fór beinustu leið niður aftur.

„Það er mér mikill heiður að fá að starfa fyrir þetta félag. Bayern er stofnun í alþjóðlegum fótbolta,“ er haft eftir Kompany í tilkynningu félagsins.

Bayern reyndi við þónokkra þjálfarakosti áður en félagið lenti á Belganum. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner höfnuðu allir félaginu. Eftir þær hrakfarir reyndu Bæjarar að fá Tuchel til að vera áfram á stjórastóli án árangurs.


Tengdar fréttir

Kröfðu Bayern um 100 milljónir fyrir þjálfarann

Bayern München leitar enn logandi ljósi að nýjum þjálfara til að taka við stjórnartaumunum í sumar. Crystal Palace á Englandi sendi liðinu skýr skilaboð þegar spurst var fyrir um þjálfara liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×