Sögðu upp 82 starfsmönnum Árni Sæberg skrifar 29. maí 2024 15:50 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“ Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“
Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40