Innlent

Strætó kveður Hlemm í bili

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ekki liggur fyrir hve lengi framkvæmdirnar munu standa yfir.
Ekki liggur fyrir hve lengi framkvæmdirnar munu standa yfir. Vísir/Vilhelm

Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Strætó. Þar segir að alls fjórtán leiðir muni hætta að aka um Hlemmtorg og muni í staðinn aka breyttar leiðir. Gerðar verði nýjar stöðvar við Snorrabraut og Borgartún og stöð við Þjóðskjalasafnið færð.

Þá verða nýjar tímabundnar endastöðvar.

  • Leiðir 1, 4, 16, 17 og 18 verða með tímabundna endastöð við Skúlagötu sem verður ný endastöð.
  • Leið 3 mun vera með endastöð við Granda en sú endastöð er þegar til, leið 14 hefur nú þegar endastöð þar.
  • Leiðir 2 og 6 verða með tímabundna endastöð við Háskóla Íslands sem er ný endastöð.

Fram kemur að næturstrætó muni aka eins og venjulega næstu helgi og byrja breyttan akstur helgina á eftir, 7. – 9. júní. Eina biðstöðin sem detti út á þeim leiðum er biðstöðin Hlemmur.

Strætó hvetur farþega til að skoða upplýsingasíðu Strætó þar sem leiðir geta tekið breytingum á framkvæmdatíma en síðan er uppfærð jafnóðum. Þar er hægt að kynna sér breytingarnar og sjá kort af öllum leiðum. 

Svona verður leiðarkerfið fyrst um sinn.Strætó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×