Hommar og hegningarlög Kjartan Þór Ingason skrifar 30. maí 2024 11:01 „Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun