Auður í krafti karla Halla Tómasdóttir skrifar 30. maí 2024 11:30 Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Jafnréttismál Halla Tómasdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð. Ávextir verkefnisins blómstra enn í dag í rekstri fyrirtækjanna sem urðu til, í tengslanetum kvenna frá þessum árum og síðast en ekki síst í krafti þeirra ungu stúlkna sem tóku þátt í FramtíðarAuðar hluta verkefnisins og deginum Dæturnar með í vinnuna. Mikilvægust finnst mér þó viðhorfsbreytingin sem varð með tilkomu þessa verkefnis. Fleiri áttuðu sig á því að virkjun kvenkraftsins er einfaldlega efnahagslegt framfaramál fyrir okkur öll. Ég trúi á kynjajafnvægi og tel að markmið okkar eigi að vera að virkja alla okkar krafta til gagns og góðra verka. Það er lykillinn að velsæld, friðsæld og sjálfbærri þróun samfélaga. Við eigum enn langt í land með að ná kynjajafnvægi í forystu fyrirtækja og þjóða, og megum ekki missa sjónar af því mikilvæga markmiði. En nú er jafnframt brýnt að beina sjónum að stöðu drengja og karla í okkar samfélagi þar sem ákveðinn vandi virðist vera kynbundinn. Rannsóknir sýna að 700-800 drengir ljúka grunnskólanámi á ári án þess að verða þokkalega læsir. Þeir geta jafnvel ekki parað saman myndir eða setningar. Þriðjungur fimmtán ára drengja er í þessari stöðu í dag, og er það tvöfalt hærra en hjá stúlkum í sama árgangi og hefur farið hækkandi síðustu ár. Brotthvarf ungra karla á aldrinum 18-24 ára úr námi og starfsþjálfun er mest hér á landi meðal Evrópuþjóða, eða um 22%. Þrír af hverjum tíu drengjum hætta í framhaldsskóla án þess að ljúka námi og einungis þriðjungur brautskrifaðra úr háskólum eru karlar. Sú staðreynd að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé 100% meira en að meðaltali í ESB ríkjum hefur þó ekki haft þau áhrif á að málið sé tekið föstum tökum. Við virðumst líka eiga Evrópumet í greiningum og notkun hegðunarlyfja og þriðjungur drengja og ungra karla horfir á klám á hverjum degi, 40% þeirra teljast stórneytendur. Áhyggjur af aukinni þátttöku ungra drengja í fjárhættuspilun hafa verið að koma fram, ekki síst hjá íþróttahreyfingunni. Hvað verður um þennan hóp drengja, hvar eru þeir og hver er staða þeirra? Ég tel mikilvægt að þessi mál séu krufinn til mergjar. Það gengur ekki að svo margir drengir finni sig ekki í þeim kerfum sem talið er að séu búin til og sniðin að þörfum þeirra. Það er hætta á að hluti þessa hóps muni upplifa sig jaðarsetta og finni ekki leiðina til þess að tilheyra íslensku samfélagi, leiti jafnvel í neyslu vímuefna, glæpa og vanvirkni. Því verður að afstýra. Margir ungir menn hafa á undanförnum árum látist um aldur fram vegna ofskömmtunar ýmissa vímuefna. Þar má minna á ópíóíðafaraldurinn, sem hefur ekki farið mjúkum höndum um íslenskt samfélag. Tölur sýna að 90% þeirra sem sitja í fangelsum á Íslandi eru karlmenn, um 70% þeirra sem fara í meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ eru karlmenn. Á Íslandi eru sjálfsvíg ungra karla tíð og þó nokkuð algengari en annars staðar á vesturlöndum. Hvers vegna eru svo margir ungir karlar svona illa staddir og hvað er til ráða? Slæm staða drengja veldur mér miklu hugarangri og gæti orðið eitt af stóru vandamálunum sem íslenskt samfélag þarf að takast á við á næstu árum. Hætt er við að mörg þúsund einstaklingar sem ljúka grunnskóla á næstu árum muni eiga erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi. Afleiðingarnar eru alvarlegar og margvíslegar, fyrir drengina sjálfa, ástvini þeirra og samfélagið allt. Við þurfum að greina ástæður þess að drengirnir okkar virðast í vaxandi mæli hvorki finna sig innan né utan skólakerfisins. Við getum ekki beðið endalaust og nú skiptir mestu að horfast í augu við staðreyndir og koma saman til að ræða stöðuna og leita lausna. Forseti getur sett slíkt mál á dagskrá. Nái ég kjöri mun ég gera það. Andleg heilsa og velferð hvers og eins eru forsenda heilbrigðs samfélags. Það er mér hjartans mál og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar