Guðmundur orðlaus Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 11:30 Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu. Liðið jafnaði úrslitaeinvígið gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni og knúði fram hreinan úrslitaleik um danska meistaratitilinn Mynd: Fredericia Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari. Danski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari.
Danski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira