Afrekskonan Katrín Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2024 20:30 Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun