„Óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:59 Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego „Ég er bara mjög stoltur af frammistöðunni og því sem menn lögðu í leikinn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld. „Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30