Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 10:52 Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér Vísir/Samsett mynd Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“ Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“
Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira