Auðkenni þarf að passa upp á Eva Valdís Jóhönnudóttir skrifar 31. maí 2024 12:47 Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Netglæpir Netöryggi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar