Aldrei hitta hetjurnar þínar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 13:16 Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar