Aldrei hitta hetjurnar þínar Skarphéðinn Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 13:16 Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla. Ég á sjálfur reynslu af slíku eftir að hafa hitt hollywood stjörnur og fræga fótboltamenn sem mér fannst nú ekki mikið til koma þegar ég átti samtöl við þau. Maður áttar sig á því að þú ert bara lítið peð í þeirra augum og heimi og þau hafa engan áhuga á þér og þínu dálæti á þeim. Á þessu hef ég nýlega fundið eina undantekningu, í raun bara fyrr í þessum mánuði, þegar ég hitti Jón Gnarr. Ég fann það strax bara með því að taka í höndina á honum að honum var alls ekkert sama um mig, frekar en nokkra aðra manneskju, sama hvort sú manneskja væri aðdáandi eða ekki. Það skín í gegn eitthvað óútskýrt þegar þú hittir hann hvað hann er hjartahrein, heiðarleg, hlý og góð manneskja. Ég áttaði mig á því þarna og næstu daga eftir að kynnin urðu meiri að þessi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem forseta Íslands væri ekkert grín, hún væri tekin af hjartanu og með okkur fólkið í landinu í huga. Hann hefur lesið okkur sem þjóð í 30 ár og er líklega hvergi betri í að gera það áfram en í embætti forseta. Ég vildi óska þess að allir myndu hitta Jón Gnarr í persónu því þið munuð fá sömu tilfinningu, og ég trúi því að verði hann forseti þá munu tækifærin á að hitta hann og kynnast aukast fyrir alla því hann er að gera þetta fyrir okkur, ekki sig. Ef maður hugsar um það hvaða hópur fólks í landinu er með tærustu hugsanirnar og bestu gagnrýnina myndi ég segja börn. Börn eru ekki lituð af pólítik, áróðri í kommentakerfum o.s.frv. Nú hafa þó nokkrir grunnskólar í aðdraganda kosninganna haldið sínar eigin kosningar þar sem börnin velja sér forseta, ég hef séð fréttir frá amk 6 grunnskólakosningum og í öllum þeirra var Jón Gnarr kosinn forseti, öllum! Þarna eru börnin að velja sér manneskju sem forseta ólituð af pólitík, skoðanakönnunum og áróðri. Þessi börn eru unga fólkið okkar, þessi börn verða unga fólkið okkar næstu árin og þessi börn eru framtíð þessa lands. Ættum við ekki að hlusta á þau? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þið eigið að kjósa, en það er tvennt sem ég ætla að biðja ykkur um að gera. Mætið á kjörstað og kjósið þann sem ykkur líður vel með að kjósa og af ykkar eigin sannfæringu en ekki af taktískum þrýstingi og áróðri. Ef þú ætlaðir þér að kjósa Jón Gnarr, haltu þig þá við það. Ef allir sem vilja Jón á Bessastaði kjósa Jón Gnarr þá er hann með nógu mikið fylgi til þess að sigra alla aðra. Öll atkvæði gilda jafn mikið, hugsum til 2.júní um hvernig okkur mun líða í hjartanu yfir því að hafa kosið þann frambjóðenda sem við viljum í embættið en ekki þann sem okkur fannst næstbesti eða næst versti kosturinn. Meiri gleði, minni leiðindi. Höfundur er stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun