Persónan Katrín Jakobsdóttir Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:16 „Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum. Katrín dúxaði á stúdentsprófunum með hæstu einkunn frá upphafi í sögu skólans fram að því. Þessi hógværð og metnaður hefur einkennt Katrínu frá því ég kynntist henni fyrst en við erum skólasystur bæði úr Langholtsskóla og MS. Strax í grunnskóla bar Katrín með sér þá eiginleika leiðtoga sem mér finnst vera til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að fá hæstu einkunnirnar og vera í flottustu lopapeysunni var hún hógværðin uppmáluð og hvatti aðra til dáða. Sem fyrrum grindahlaupari fannst mér sérlega ánægjulegt þegar Katrín tók upp á því að stunda þolþjálfun þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á. Markmiðið var strax sett á að koma sterkari út úr faraldrinum en fyrir hann. Þetta er lýsandi fyrir metnað Katrínar um að vilja sífellt vera að bæta sig og eflaust sá hún þarna tækifæri til að styrkja sig enda mikilvægt að þjóðarleiðtogi sé sterkur á velli þegar slíkan vágest ber að höndum. Árangurinn lét ekki á sér standa og hleypur Katrín nú marga kílómetra án þess að blása úr nös. Þessi metnaður endurspeglar þá ómældu þrautseigju þegar hún leiddi þjóðina í gegnum heimsfaraldurinn með skeleggum og skynsömum hætti. Mér finnst sérlega ánægjulegt að Katrín, búin þessum góðu mannkostum, bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Ég er henni þakklát fyrir að vilja láta gott af sér leiða fyrir íslenska þjóð og finnst til fyrirmyndar hvernig hún tekst á við mótvind af yfirvegun og auðmýkt, ákveðin í að halda áfram á sinni braut og gefa endalaust af sér. Ég treysti Katrínu til að vera öflugur málsvari þjóðarinnar. Ég trúi því að hún muni vinna að því að auka veg og virðingu Íslands í samfélagi þjóðanna, verða forseti sem þekkir í senn arfleifð þjóðarinnar og það nýstárlegasta í menningunni. Umfram allt tel ég Katrínu vera boðbera lýðræðis og virðingar fyrir náunganum, kvenskörung sem leiðir ólíka hópa saman með heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Ég kýs stolt persónuna Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn til embættis forseta Íslands. Höfundur er skólasystir Katrínar Jakobsdóttur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun