Fótbolti

Orri skoraði þegar FCK tryggði sér Evrópu­sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson hefur átt gott tímabil með FC Kaupmannahöfn.
Orri Steinn Óskarsson hefur átt gott tímabil með FC Kaupmannahöfn. getty/Ulrik Pedersen

FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í Sambandsdeild Evrópu með sigri á Randers, 2-1, í hreinum úrslitaleik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark FCK.

Randers náði forystunni í leiknum í kvöld eftir aðeins fimm mínútur. En Orri jafnaði átta mínútum eftir sendingu frá Mohamed Elyounoussi.

Þetta var þriðja mark Orra í síðustu þremur leikjum og tíunda mark hans í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann skoraði alls fimmtán mörk og gaf sex stoðsendingar í öllum keppnum.

Elyounoussi skoraði annað mark FCK á 57. mínútu og það dugði til sigurs. Liðið leikur því í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.

Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×