Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júní 2024 14:16 Tómas Meyer er spenntur og nokkuð bjartsýnn fyrir kvöldinu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira
Dortmund spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í þriðja sinn og í fyrsta skipti frá árinu 2013 þegar félagið tapaði fyrir löndum sínum í Bayern Munchen. Eini sigur liðsins í keppninni var árið 1997 þegar Dortmund vann Juventus 3-1 í úrslitum þökk sé mörkum Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Tómas Meyer, fótboltadómari með meiru er harður stuðningsmaður Dortmund, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Tómas að halda með Dortmund? „Þegar ég uppgötvaði það sem ungur maður að fjölskyldan mín hafði búið í Dortmund. Amma mín og afi eru Þjóðverjar, og þar af leiðandi mamma. Afi rak bar þar sem leikmenn liðsins komu og fengu sér sopa eftir æfingar,“ segir Tómas. „Mér finnst ég vera hluti af þessu félagi.“ Tómas Meyer er mikill stuðningsmaður Dortmund.Vísir/Stöð 2 Sport Tóku PSG tvisvar Hann bjóst ekki við þeim góða árangri sem Dortmund náði í keppninni í vetur. Dortmund dróst í afar erfiðan riðil með Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle United. En endaði þar efst. „Nei. Þegar haustið byrjaði og riðillinn kom, þá hugsaði ég með mér: „Reynum að ná í fimm til sjö stig, förum í Evrópudeildina og reynum að vinna þýska titilinn.“ En þeir unnu riðilinn og voru eiginlega bara langbesta liðið,“ segir Tómas. Dortmund mætti PSG aftur í undanúrslitum og vann tvo 1-0 sigra. „Það er leikurinn á móti Paris Saint Germain. Fyrst við tókum sigur heima var ég viss um að liðið væri að fara á Wembley. Og vildi fá Bayern með,“ segir Tómas en Real hafði að endingu betur gegn Bayern svo ekki verður endurtekning frá leiknum 2013 í kvöld. Klippa: Afi færði leikmönnum Dortmund bjór Passar enn í treyjuna frá 1997, takk fyrir Tómasi líst vel á kvöldið og segir tilfinninguna betri en 2013. Hún sé líkari árinu 1997 þegar Dortmund lagði Juventus. „Mér líst mjög vel á þetta. Búinn að kjósa forseta. Það er búin að vera önnur ára yfir liðinu í Meistaradeildinni. Tímabilið í deildinni var ekkert sérstakt, 5. Sæti, Meistaradeildarsæti samt sem áður. Þeim að þakka, út af árangrinum,“ „Ég er ofboðslega jákvæður fyrir þessu. Ég var ekki svona jákvæður fyrir ellefu árum þegar við vorum að spila við Bayern,“ „Mér líður svolítið eins og 1997, þegar enginn vissi hvað Borussia Dortmund var, af vinum mínum. Ég átti peysu og var í henni, menn spurðu hvað er þetta? Ég á þessa peysu ennþá og passa ennþá í hana, takk fyrir það,“ „Við spiluðum við Juventus sem var þá besta lið í Evrópu myndi ég segja. Við tókum þá 3-1, og það er nákvæmlega þannig sem þetta fer á laugardaginn,“ segir Tómas. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira