„Erum á ákveðinni vegferð” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 19:30 Arnór í leik gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. „Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.” Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.”
Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira