„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 20:01 Hallgrímur hefur þó allavega náð smá lit í dag. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. „Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira