„Menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru“ Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 20:01 Hallgrímur hefur þó allavega náð smá lit í dag. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með lið sitt eftir 3-2 tap gegn ÍA en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Hann var sérstaklega ósáttur með varnarleikinn en KA hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 23 talsins. „Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Bara rosalega svekkjandi en byrjum leikinn og komumst yfir en svo gefum við þeim gjörsamlega mark beint sem er náttúrulega óþægilegt. Síðan er leikurinn bara ping pong og við förum inn í hálfleik í 3-2 og það er bara of mikið að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og það er eitthvað sem við þurfum gjöra svo vel að gera okkur grein fyrir í KA að þú vinnur ekki fótboltaleiki með því að fá svona mörg mörk á þig og það er það sem við þurfum að vinna í allir sem einn.“ Það virtist margt fara úrskeiðis hjá KA eftir að þeir skora fyrsta mark leikins en Skagamenn jafna strax í næstu sókn og komast fljótlega yfir. „Kemur náttúrulega bara að varnarmaður ætlar að skalla til baka á markmann en skallar boltann beint fyrir sóknarmanninn sem skorar og það var bara högg, gerist svo sem ekkert meira en það, síðan eigum við hundrað prósent að fá víti í fyrri hálfleik þegar [Birgir Baldvinsson] kemst í boltann og er sparkaður niður og ekkert dæmt, að sama skapi lætur hann þá hafa víti fyrir nákvæmlega eins atriði hinu megin og það hefur bara mikil áhrif á leikinn.“ „Dómarinn hefur því miður bara misst af okkar atriði og það er ekki gott en hins vegar þurfum við að líta í eigin barm, við þurfum að sýna betri varnarleik, við erum að skapa fult af færum, við erum að skora mörk, en við fáum alltaf mörk á okkur.“ Það gekk lítið upp hjá KA á síðasta þriðjungi vallarins í síðari hálfleik þar sem m.a. margar slæmar fyrirgjafir komu úr góðum stöðum. „Það er eins og menn verða stressaðir og við áttum bara að gera betur í fyrirgjafastöðunum, það er bara hárrétt hjá þér.“ „Þetta er bara erfitt, við þurfum bara að sýna úr hverju við erum gerðir, þetta er ekki flókið, menn þurfa að gera sér grein fyrir að við erum í botnbaráttu, engu öðru, og nú þurfum við bara að bæta þá hluti sem við þurfum að gera betur og það er enginn að fara hjálpa okkur úr þessu, það erum bara við sjálfir og við þurfum að standa saman hérna í kringum liðið og allir strákarnir og við þurfum bara að rífa okkur upp varnarlega“, sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla ÍA KA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira