„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:14 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira