„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:37 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. „Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira