Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 23:31 Þreyttur Novak Djokovic í leiknum í nótt og skal engan undra. Vísir/Getty Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi. Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“ Tennis Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sjá meira
Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“
Tennis Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Sjá meira