Handbolti

Guð­mundur Helgi stígur til hliðar í Mos­fells­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Helgi hefur stýrt Aftureldingu undanfarin ár.
Guðmundur Helgi hefur stýrt Aftureldingu undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét

Guðmundur Helgi Pálsson mun ekki stýra Aftureldingar í Grill 66-deild kvenna í handbolta á komandi leiktíð.

Afturelding tapaði fyrir Gróttu í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Í dag greindi félagið frá því að Guðmundur Helgi hefði óskað eftir því að vera leystur undan samning af persónulegum ástæðum.

„Meistaraflokksráð kvenna vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir afar gott samstarf við Guðmund Helga síðustu fjögur og hálft ár, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað gagnvart verkefnunum í félaginu og óskum við honum velgengni og farsældar í komandi viðfangsefnum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Aftureldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×