Leifar af heimskautavetrinum valda usla Árni Sæberg skrifar 4. júní 2024 08:44 Svona verður staðan á landinu á hádegi. Veðurstofa Íslands Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins. Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér. Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
Þetta segir í hugleiðingum Veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að lægðin þokist til suðurs í dag og því nær landinu, en á móti komi að lægðin sé hætt að dýpka. „Þessi mikla lægð beinir til okkar köldu lofti úr norðri, það má segja að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum.“ Snjókoma við sjávarmál Þá fylgi lægðinni talsverð úrkoma. Á vefmyndavélum megi sjá að snjóað hafi nokkuð drjúgt í nótt á Norður- og Austurlandi, jafnvel niður að sjávarmáli á sumum stöðum. Auk þessa sé hvass norðan vindstrengur yfir stærstum hluta landsins, það sé helst að vestasti hluti landsins hafi sloppið skást enn sem komið er, en þar eigi væntanlega eftir að hvessa þegar líður á morguninn. Muni standa linnulítið út fimmtudag Vart þurfi að taka fram að um sé ræða óvenjulegt veður á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara mikilli úrkomu á norðanverðu landinu. Einnig gefi spár til kynna að illviðrið verði sérlega langvinnt. Í grófum dráttum geri spár ráð fyrir að óveðrið standi linnulítið út fimmtudag, en aðfaranótt föstudags sé útlit fyrir að veður skáni svo um munar. Viðvörun alls staðar Líkt og greint hefur verið frá munu veðurviðvaranir, ýmist gular eða appelsínugular, gilda allt fram á fyrstu klukkustund aðfaranætur föstudags. Fylgjast má með veðurviðvörunum hér. Þá hefur vegum víða verið lokað vegna veðurs. Þar ber hæst að hringveginum hefur verið lokað á Suðausturlandi, milli Hafnar og Djúpavogs, og Norðausturlandi, um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Fylgjast má með færð á vegum hér.
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira