Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 08:41 Peningaþvættið virkaði þannig að fjármálastjórinn keypti illa fengið reiðufé með afslætti fyrir rafmyntir. Ávinningnum var svo veitt inn í rekstur Epoch Times. Vísir/Getty Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent