Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 10:01 Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Reiknað er með því að greiðslurnar kunni að nema um 12 milljörðum króna fyrir tímabilið 2021-2028 eða um 1,7 milljörðum króna árlega. Þær námu 9,5 milljörðum á síðasta tímabili og því gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun. Tilgangurinn með sjóðnum er að fjármagna verkefni í ríkjum Evrópusambandsins í Austur- og Suður-Evrópu. Þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan var einungis gert ráð fyrir því að greitt yrði í sjóðinn í nokkur ár. Hins vegar hefur sambandið krafizt þess allar götur síðan að umræddar greiðslur héldu áfram og tengt þær við útflutning á íslenzkum sjávarafurðum til þess í gegnum samninginn. Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Höfum aldrei haft fullt tollfrelsi í gegnum EES Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Með öðrum orðum erum við Íslendingar að greiða milljarða króna, og höfum verið að greiða tugi milljarða frá gildistöku EES-samningsins, fyrir verri tollakjör í viðskiptum við Evrópusambandið en Kanada, Japan og Bretland njóta í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga. Meginástæðan fyrir aðild Íslands að samningnum á sínum tíma er þannig ljóslega ekki lengur fyrir hendi. Hins vegar er þar með ekki öll sagan sögð. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er þannig í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Reiknað er með því að greiðslurnar kunni að nema um 12 milljörðum króna fyrir tímabilið 2021-2028 eða um 1,7 milljörðum króna árlega. Þær námu 9,5 milljörðum á síðasta tímabili og því gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun. Tilgangurinn með sjóðnum er að fjármagna verkefni í ríkjum Evrópusambandsins í Austur- og Suður-Evrópu. Þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan var einungis gert ráð fyrir því að greitt yrði í sjóðinn í nokkur ár. Hins vegar hefur sambandið krafizt þess allar götur síðan að umræddar greiðslur héldu áfram og tengt þær við útflutning á íslenzkum sjávarafurðum til þess í gegnum samninginn. Meginástæða þess að ákveðið var á sínum tíma að Ísland skyldi gerast aðili að EES-samningnum var sú að við Íslendingar áttum að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins umfram þá sem ekki ættu aðild að honum. Einkum og sér í lagi með tilliti til tolla. Á móti áttum við að taka upp regluverk sambandsins um innri markað þess. Var það réttlætt með hinum sérstöku kjörum. Höfum aldrei haft fullt tollfrelsi í gegnum EES Við Íslendingar njótum hins vegar ekki fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir við ríki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn og höfum aldrei gert síðan samningurinn tók gildi fyrir 30 árum síðan. Á hinn bóginn hefur sambandið á undanförnum árum samið um víðtæka fríverzlunarsamninga við ríki á borð við Kanada, Japan og Bretland þar sem kveðið er á um fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir. Vegna þessa hafa íslenzk stjórnvöld á liðnum árum ítrekað óskað eftir því við Evrópusambandið að komið yrði á fullu tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Óásættanlegt væri að ríki, sem ekki væru í eins nánum tengslum við sambandið, nytu hagstæðari tollakjara. Til þessa hefur sú viðleitni ekki skilað tilætluðum árangri en tollar eru einkum á unnum og þar með verðmætari afurðum. Með öðrum orðum erum við Íslendingar að greiða milljarða króna, og höfum verið að greiða tugi milljarða frá gildistöku EES-samningsins, fyrir verri tollakjör í viðskiptum við Evrópusambandið en Kanada, Japan og Bretland njóta í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga. Meginástæðan fyrir aðild Íslands að samningnum á sínum tíma er þannig ljóslega ekki lengur fyrir hendi. Hins vegar er þar með ekki öll sagan sögð. Fríverzlun hagstæðari fyrir sjávarútveginn Fram kemur í svari frá utanríkisráðuneytinu í ágúst 2022 við fyrirspurn frá mér að áætlað sé að tollar á íslenzkar sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn nemi árlega 2,5-2,7 milljörðum króna. Í svari ráðuneytisins við annarri fyrirspurn minni árið 2019 kemur hins vegar fram að án samningsins væri aukinn kostnaður vegna útfluttra sjávarafurða áætlaður að lágmarki 4,2 milljarðar vegna eftirlits og skerts geymsluþols. Miðað við tölur ráðuneytisins má þannig draga þá áyktun að ef Ísland gerði víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í stað EES-samningsins, og þyrfti þar með að sæta auknu eftirliti með sjávarafurðum af hálfu sambandsins en nyti á móti fulls tollfrelsis í þeim efnum, væri viðskiptalegur ávinningur af aðildinni hvað umræddar vörur varðar mögulega einungis á bilinu 1,5-1,7 milljarðar króna á ári. Hins vegar er þar aðeins tekið mið af útflutningi sjávarafurða í gegnum EES-samninginn til þessa. Viðbúið er að fullt tollfrelsi þýddi meiri fullvinnslu sjávarafurða hér á landi og fyrir vikið mun meiri fjárhagslegan ávinning en 1,5-1,7 milljarða króna fyrir utan fleiri störf og meiri kaup á vörum og þjónustu. Þess má geta að verðmæti útfluttra sjávarafurða til Evrópusambandins á síðasta ári nam um 160 milljörðum. Viðskiptahindranir og íþyngjandi regluverk Taka þarf enn fremur með í reikninginn vaxandi tilkostnað vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu fyrir bæði atvinnulífið og almenning sem innleiða þarf vegna EES-samningsins. Óheimilt er að innleiða regluverkið minna íþyngjandi en fullt svigrúm til þess að gullhúða það eins og það hefur verið kallað. Utan EES væri hægt að setja minna íþyngjandi regluverk í stað regluverks sambandsins eða alls ekkert. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland utan tollamúra Evrópusambandsins en hins vegar innan regluverksmúra þess. Formlega hafa íslenzk stjórnvöld fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki en í raun markar samningurinn rammann í þeim efnum. EES-samningurinn er þannig í vaxandi mæli viðskiptahindrun gagnvart öðrum heimshlutum sem miklu fremur eru framtíðarmarkaðir. Með öðrum orðum liggur fyrir að ekki væri einungis hægt að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með víðtækum fríverzlunarsamningi í stað EES-samningsins og það að öllum líkindum betur, án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum sífellt meira kostnaðarsamt og íþyngjandi regluverk frá sambandinu, heldur einnig greiðara aðgengi að öðrum mörkuðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar