Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu Telma Sigtryggsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:00 Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun