Skuggasund Margrét Kristín Blöndal skrifar 4. júní 2024 08:46 Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. Jafnvel þótt Ísland hafi verið fyrsta ríki Vestur Evrópu til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki hafa íslensk stjórnvöld ekki staðið undir því að framfylgja ábyrgðinni sem því fylgir. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa þvert á móti einkennst af stuðningi við Ísrael, þjóðina sem heldur Palestínu hernuminni og leggur stund á massíf fjöldamorð og gereyðingu palestínskrar menningar sem lið í yfirlýstu þjóðarmorði sínu. Í nafni okkar, íslensku þjóðarinnar frysti Bjarni Benediktsson sem gegndi starfi utanríkisráðherra í vetur, greiðslur sem tryggja áttu flæði mannúðaraðstoðar UNWRA til Palestínu og íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á hjásetu okkar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar tillaga um vopnahlé á Gaza, var tekin fyrir. 70% Íslendinga lýsti sig andvígan hjásetunni. Íslenskur almenningur vill nefnilega frið og réttlæti til handa Palestínu og gjörðir íslenskra stjórnvalda, ganga gegn vilja þjóðarinnar. Það hefur sést hvað best á mótmælum hér þar sem þúsundir mæta endurtekið til að krefjast þess að stjórnvöld beiti með aðgerðum, áhrifum sínum á alþjóðavettvangi til stöðva hryllinginn sem við horfum stjörf upp á hvern einasta dag! Og það nú bráðum í átta mánuði. Ríkisstjórn Íslands ber siðferðisleg og lagaleg skylda til að bregðast við þeim hryllilegu stríðsglæpum sem Ísrael fremur í akkorði. Skuldbindingar okkar, svo sem aðild að ICC (Alþjóðaglæpadómstólnum), lögbinding á alþjóðasáttmálum eins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðurkenning okkar á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og svo mætti áfram telja. Þær, eru okkar skuldbindingar. Við höfum ekki enn náð að má út það orðspor sem Ísland hefur á alþjóðavettvangi, að við séum friðarþjóð og við eigum að beita okkur samkvæmt því. Þannig vill þjóðin hafa það. Kröfur mótmælenda á föstudagsmorgunn voru því eftirfarandi: Að íslenska ríkið slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael. Sömu kröfur og þær sem almenningur um allan heim krefst nú af sínum stjórnvöldum, í sama tilgangi. Yfirskrift mótmælanna voru: “Orð duga ekki lengur, þjóðarmorðið stöðvast ekki án aðgerða”. Eðlileg viðbrögð við langvarandi mótmælum almennings eru að yfirvöld leggi við hlustir. Að yfirvöld skynji og skilji þá grafalvarlegu siðferðilegu stöðu, sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Eðlileg viðbrögð ríkisstjórnarinnar væru eftir allan þennan tíma tortímingar á börnum og saklausu fólki, að fundinum á föstudag lyki með ályktun um aðgerðir til að þrýsta með öllum ráðum, á umsvifalaust vopnahlé á Gaza. En það varð ekki niðurstaðan. Niðurstaðan var að réttlæta lögregluofbeldi á hendur mótmælendum sem hér verður lýst nánar. Mótmælendum var haldið fjarri húsinu þar sem fundurinn fór fram en þeir gátu staðið við sitthvorn enda Skuggasunds, annars vegar við Lindargötu en hins vegar við Sölvhólsgötu. Að venju fóru mótmælin friðsamlega fram. Slegið var á trommur og slagorð hrópuð. Að venju gaf enginn ráðherra sig á tal við mótmælendur og að venju voru engin merki um að kröfum okkar yrði mætt. Þegar ljóst var að ríkisstjórnarfundi var að ljúka og ráðherrabílar þeir sem hver og einn ráðherra er sóttur til og frá fundi voru farnir að renna að, kom hugmynd upp hjá nokkrum mótmælendum, um að leggjast á götuna til að hefta för bílanna, leið sem er friðsöm en vekur mögulega enn frekari athygli á málstaðnum, leið til að segja: “Þið sinnið alls ekki starfinu ykkar, því finnum við okkur knúin til að trufla eðlilegan gang ríkisstjórnarfunda.” Það skal tekið fram að þetta er þekkt mótmælaaðferð. Nærtækt dæmi er þegar Greta Tunberg neitar að fara í skólann í mótmælaskyni og situr sem fastast fyrir framan ríkisþinghúsið í Stokkhólmi. Áður en lögreglan (sem nú er farin að hylja andlit sín og númer sem alltaf eiga að vera sýnileg) hóf að draga fólk harkalega á öðrum fæti eftir götunni og gætti þar í engu velferðar borgaranna eins og henni er skylt þá var hún þegar búnin að draga upp piparúðann. Lögregla miðar úðanum að fólki og þvert á það sem lögregla heldur fram gefst ráðherrabíl nægilegt pláss til að komast fram hjá mótmælendum og hann fer leiðar sinnar. Falla orð lögreglunnar um hindrun bíla því um sjálf sig. Að ástæðulausu miðar lögreglan engu að síður táragasinu að fólki og lætur svo vaða framan í það. Ákvörðunin um að beita táragasinu því hefur því augljóslega verið tekin áður en meint “hindrun” á sér stað. Mótmælendur sýna sem sagt ekki af sér breytt hegðunarmynstur en þrátt fyrir það stigmagnar lögreglan aðgerðirnar meðvitað sín megin með því að ýta og hrinda fólki niður í götuna og úða svo táragasi af miklu offorsi beint framan í það, án nokkurrar ástæðu. Aðalvarðstjóri, Arnar Rúnar Marteinsson fer svo ítrekað með ósannindi í viðtali við Vísi þennan sama dag, ósannindi um að mótmælendur hafi hindrað för bíla og það hafi verið ástæða þess að gasinu var beitt, “Þetta voru aggressíf mótmæli, urðu þannig” segir hann. Þetta er einfaldlega ósatt hjá aðalvarðstjóra. Mótmælin voru ekki “aggressíf”, nema af hálfu lögreglunnar. Hann segir enn frekar: “Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í.” Þarna lýgur lögreglumaðurinn Arnar Rúnar Margeirsson aftur, beint upp í opið geðið á fréttamanni sem og áhorfendum viðtalsins. Það meiddust augljóslega margir mótmælendur og þrír þurftu á bráðamóttöku. Í það minnsta sjö manns fengu aðhlynningu hjá nágrönnum sem hlupu út þegar þeir urðu varir við ofbeldið. Tuttugu til þrjátíu manns urðu hið minnsta fyrir úðanum. Vísir tekur svo viðtal við Kristján Helga Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjón og hefur sem fyrirsögn, eftir honum hafða, „Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár. Sérkennilegt og ófaglegt af Vísi að nota það sem fyrirsögn án þess að grafast frekar fyrir um hvað Kristján Helgi hefur fyrir sér í því. Þar réttlætir Kristján Helgi ofbeldisaðgerðir lögreglunnar og segir að “Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum.” Þetta á ekki við rök að styðjast. Upplýsingar liggja fyrir um að ákveðið hafi verið, á meðan ráðherrar funduðu, að koma ætti þeim út um bakdyr eftir fundinn, þar sem engir mótmælendur voru. Þetta er stundum gert þótt ekki beri það vott um stórmennsku valdhafa frekar en fyrri daginn. Af einhverjum ástæðum var hætt við þá ákvörðun. Krefja þarf lögregluna um skýringar á því. Einnig þurfa upplýsingar að koma fram um hver tekur ákvörðunina um að táragasi skuli beitt og hvenær þennan morgun. Afar athyglivert myndband hefur gengið manna á millum af óeinkennisklæddum lögreglumanni sem sýnir hann gefa lögreglu merki um að “sprauta”. Sérlega alvarlegt er einnig, eins og sjá má af myndböndum teknum á föstudagsmorgun, hve mikinn aðalvarðstjóri, Arnar Rúnar Marteinsson fer í ofbeldinu. Hann, sem aðalvarðstjóri er væntanlega stjórnandi aðgerða en sýnir fullkomið stjórnleysi í ofbeldi sínu á almennum borgurum og gefur sem yfirmaður þau skilaboð til undirmanna sinna að þannig skuli þeir haga sér líka. Hamslaus heift hans sést vel til að mynda þegar hann lætur táragasdæluna ganga nánast til þurrðar framan í mann sem stendur kyrr með báðar hendur á fánanum sínum. Eftir að hann hefur úðað framan í fólk hist og her eins og villiminkur lætur hann ekki þar við sitja en keyrir konu niður í götuna og rífur í hár hennar þegar hún er blinduð af eiturefninu sem hann hefur úðað framan í hana. Við hljótum að gera ráð fyrir að Arnari Rúnari verði umsvifalaust vikið úr sitjandi ábyrgðastöðu á meðan rannsókn stendur. Almennum borgurum stendur ógn af manni, sem með lögregluvaldi sýnir aðra eins ofbeldishegðun. Hann og hans yfirmenn þurfa að svara fyrir hana. Framganga hans og annarra lögreglumanna var beinlínis til þess fallin að skaða fólk, almenna borgara þessa lands, fólks sem lögreglunni ber að gæta, fólks sem nýtir á friðsamlegan hátt, lögbundinn rétt sinn til mótmæla. Að mótmæla óréttlæti er borgaraleg skylda. Hér ríkir tjáningarfrelsi, í það minnsta samkvæmt laganna bókstaf. Það að hlýða ekki tilmælum lögreglu er ekki ófriðsamlegt í eðli sínu þótt það sé lögbrot. Skattsvikari fremur lögbrot en það er ekki ofbeldisbrot eða “ófriður” fólginn í brotinu. Þegar mótmælandi hlýðir ekki fyrirmælum lögreglu þá er það hin alþekkta borgaralega óhlýðni sem borgarinn beitir, ekki ófriður. Við horfum hér upp á grófa misbeitingu lögregluvalds sem ekki verður unað. Þessa sjáum við merki víða um hinn vestræna heim um þessar mundir. Hvað segir það okkur? Það segir okkur aðeins það, að yfirvaldið er hrætt. Því finnst sér ógnað. Það hefur málað sig út í horn, það hefur beitt brögðum og vill komast upp með spillinguna. Yfirvaldið finnur valdi sínu farveg með því að réttlæta ofbeldi lögreglunnar eins og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra gerir þegar hún segir ofbeldi lögreglunnar síðastliðinn föstudag vera eðlileg viðbrögð. Hræðsla hennar og valdaelítunnar er við að upp um þau komist, að þau verði afhjúpuð, nístandi hræðslan við að missa völdin, hræðslan við að missa “stöðu sína”. Stjórnvöld hafa nú þegar löngu misst sjónar á siðferðinu og vita sem er, að við sjáum það og þeim finnst sér ógnað af réttlætiskennd almennings. Sú grundvallarþörf manneskjunnar til að mótmæla óréttlæti hræðir þau. Og hvert er þeirra svar? Ofbeldi. Heimskulegasta svar sem til er. Það hefur aldrei dugað. Aldrei til lengdar. Frelsis og réttlætisþrá manneskjunnar er nefnilega öllu ofbeldi yfirsterkari. Við höfum aldrei séð það skýrar en einmitt nú! Yfirvöld ættu ætíð, að hafa það í huga, jafnvel hverja einustu stund, að almenningur, sá sem þau sækja vald sitt til, mun aldrei, sætta sig við það að því fylgi táragas og önnur ofbeldisógn, að vera manneskja sem berst friðsamlega fyrir réttlæti og friði til handa öðrum manneskjum. Skrifið það endilega hjá ykkur til minnis. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Lögreglan Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza. Jafnvel þótt Ísland hafi verið fyrsta ríki Vestur Evrópu til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki hafa íslensk stjórnvöld ekki staðið undir því að framfylgja ábyrgðinni sem því fylgir. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa þvert á móti einkennst af stuðningi við Ísrael, þjóðina sem heldur Palestínu hernuminni og leggur stund á massíf fjöldamorð og gereyðingu palestínskrar menningar sem lið í yfirlýstu þjóðarmorði sínu. Í nafni okkar, íslensku þjóðarinnar frysti Bjarni Benediktsson sem gegndi starfi utanríkisráðherra í vetur, greiðslur sem tryggja áttu flæði mannúðaraðstoðar UNWRA til Palestínu og íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á hjásetu okkar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar tillaga um vopnahlé á Gaza, var tekin fyrir. 70% Íslendinga lýsti sig andvígan hjásetunni. Íslenskur almenningur vill nefnilega frið og réttlæti til handa Palestínu og gjörðir íslenskra stjórnvalda, ganga gegn vilja þjóðarinnar. Það hefur sést hvað best á mótmælum hér þar sem þúsundir mæta endurtekið til að krefjast þess að stjórnvöld beiti með aðgerðum, áhrifum sínum á alþjóðavettvangi til stöðva hryllinginn sem við horfum stjörf upp á hvern einasta dag! Og það nú bráðum í átta mánuði. Ríkisstjórn Íslands ber siðferðisleg og lagaleg skylda til að bregðast við þeim hryllilegu stríðsglæpum sem Ísrael fremur í akkorði. Skuldbindingar okkar, svo sem aðild að ICC (Alþjóðaglæpadómstólnum), lögbinding á alþjóðasáttmálum eins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðurkenning okkar á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og svo mætti áfram telja. Þær, eru okkar skuldbindingar. Við höfum ekki enn náð að má út það orðspor sem Ísland hefur á alþjóðavettvangi, að við séum friðarþjóð og við eigum að beita okkur samkvæmt því. Þannig vill þjóðin hafa það. Kröfur mótmælenda á föstudagsmorgunn voru því eftirfarandi: Að íslenska ríkið slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael. Sömu kröfur og þær sem almenningur um allan heim krefst nú af sínum stjórnvöldum, í sama tilgangi. Yfirskrift mótmælanna voru: “Orð duga ekki lengur, þjóðarmorðið stöðvast ekki án aðgerða”. Eðlileg viðbrögð við langvarandi mótmælum almennings eru að yfirvöld leggi við hlustir. Að yfirvöld skynji og skilji þá grafalvarlegu siðferðilegu stöðu, sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Eðlileg viðbrögð ríkisstjórnarinnar væru eftir allan þennan tíma tortímingar á börnum og saklausu fólki, að fundinum á föstudag lyki með ályktun um aðgerðir til að þrýsta með öllum ráðum, á umsvifalaust vopnahlé á Gaza. En það varð ekki niðurstaðan. Niðurstaðan var að réttlæta lögregluofbeldi á hendur mótmælendum sem hér verður lýst nánar. Mótmælendum var haldið fjarri húsinu þar sem fundurinn fór fram en þeir gátu staðið við sitthvorn enda Skuggasunds, annars vegar við Lindargötu en hins vegar við Sölvhólsgötu. Að venju fóru mótmælin friðsamlega fram. Slegið var á trommur og slagorð hrópuð. Að venju gaf enginn ráðherra sig á tal við mótmælendur og að venju voru engin merki um að kröfum okkar yrði mætt. Þegar ljóst var að ríkisstjórnarfundi var að ljúka og ráðherrabílar þeir sem hver og einn ráðherra er sóttur til og frá fundi voru farnir að renna að, kom hugmynd upp hjá nokkrum mótmælendum, um að leggjast á götuna til að hefta för bílanna, leið sem er friðsöm en vekur mögulega enn frekari athygli á málstaðnum, leið til að segja: “Þið sinnið alls ekki starfinu ykkar, því finnum við okkur knúin til að trufla eðlilegan gang ríkisstjórnarfunda.” Það skal tekið fram að þetta er þekkt mótmælaaðferð. Nærtækt dæmi er þegar Greta Tunberg neitar að fara í skólann í mótmælaskyni og situr sem fastast fyrir framan ríkisþinghúsið í Stokkhólmi. Áður en lögreglan (sem nú er farin að hylja andlit sín og númer sem alltaf eiga að vera sýnileg) hóf að draga fólk harkalega á öðrum fæti eftir götunni og gætti þar í engu velferðar borgaranna eins og henni er skylt þá var hún þegar búnin að draga upp piparúðann. Lögregla miðar úðanum að fólki og þvert á það sem lögregla heldur fram gefst ráðherrabíl nægilegt pláss til að komast fram hjá mótmælendum og hann fer leiðar sinnar. Falla orð lögreglunnar um hindrun bíla því um sjálf sig. Að ástæðulausu miðar lögreglan engu að síður táragasinu að fólki og lætur svo vaða framan í það. Ákvörðunin um að beita táragasinu því hefur því augljóslega verið tekin áður en meint “hindrun” á sér stað. Mótmælendur sýna sem sagt ekki af sér breytt hegðunarmynstur en þrátt fyrir það stigmagnar lögreglan aðgerðirnar meðvitað sín megin með því að ýta og hrinda fólki niður í götuna og úða svo táragasi af miklu offorsi beint framan í það, án nokkurrar ástæðu. Aðalvarðstjóri, Arnar Rúnar Marteinsson fer svo ítrekað með ósannindi í viðtali við Vísi þennan sama dag, ósannindi um að mótmælendur hafi hindrað för bíla og það hafi verið ástæða þess að gasinu var beitt, “Þetta voru aggressíf mótmæli, urðu þannig” segir hann. Þetta er einfaldlega ósatt hjá aðalvarðstjóra. Mótmælin voru ekki “aggressíf”, nema af hálfu lögreglunnar. Hann segir enn frekar: “Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í.” Þarna lýgur lögreglumaðurinn Arnar Rúnar Margeirsson aftur, beint upp í opið geðið á fréttamanni sem og áhorfendum viðtalsins. Það meiddust augljóslega margir mótmælendur og þrír þurftu á bráðamóttöku. Í það minnsta sjö manns fengu aðhlynningu hjá nágrönnum sem hlupu út þegar þeir urðu varir við ofbeldið. Tuttugu til þrjátíu manns urðu hið minnsta fyrir úðanum. Vísir tekur svo viðtal við Kristján Helga Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjón og hefur sem fyrirsögn, eftir honum hafða, „Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár. Sérkennilegt og ófaglegt af Vísi að nota það sem fyrirsögn án þess að grafast frekar fyrir um hvað Kristján Helgi hefur fyrir sér í því. Þar réttlætir Kristján Helgi ofbeldisaðgerðir lögreglunnar og segir að “Markmiðið hafi verið að koma ráðherrum örugglega að og af ríkisstjórnarfundinum.” Þetta á ekki við rök að styðjast. Upplýsingar liggja fyrir um að ákveðið hafi verið, á meðan ráðherrar funduðu, að koma ætti þeim út um bakdyr eftir fundinn, þar sem engir mótmælendur voru. Þetta er stundum gert þótt ekki beri það vott um stórmennsku valdhafa frekar en fyrri daginn. Af einhverjum ástæðum var hætt við þá ákvörðun. Krefja þarf lögregluna um skýringar á því. Einnig þurfa upplýsingar að koma fram um hver tekur ákvörðunina um að táragasi skuli beitt og hvenær þennan morgun. Afar athyglivert myndband hefur gengið manna á millum af óeinkennisklæddum lögreglumanni sem sýnir hann gefa lögreglu merki um að “sprauta”. Sérlega alvarlegt er einnig, eins og sjá má af myndböndum teknum á föstudagsmorgun, hve mikinn aðalvarðstjóri, Arnar Rúnar Marteinsson fer í ofbeldinu. Hann, sem aðalvarðstjóri er væntanlega stjórnandi aðgerða en sýnir fullkomið stjórnleysi í ofbeldi sínu á almennum borgurum og gefur sem yfirmaður þau skilaboð til undirmanna sinna að þannig skuli þeir haga sér líka. Hamslaus heift hans sést vel til að mynda þegar hann lætur táragasdæluna ganga nánast til þurrðar framan í mann sem stendur kyrr með báðar hendur á fánanum sínum. Eftir að hann hefur úðað framan í fólk hist og her eins og villiminkur lætur hann ekki þar við sitja en keyrir konu niður í götuna og rífur í hár hennar þegar hún er blinduð af eiturefninu sem hann hefur úðað framan í hana. Við hljótum að gera ráð fyrir að Arnari Rúnari verði umsvifalaust vikið úr sitjandi ábyrgðastöðu á meðan rannsókn stendur. Almennum borgurum stendur ógn af manni, sem með lögregluvaldi sýnir aðra eins ofbeldishegðun. Hann og hans yfirmenn þurfa að svara fyrir hana. Framganga hans og annarra lögreglumanna var beinlínis til þess fallin að skaða fólk, almenna borgara þessa lands, fólks sem lögreglunni ber að gæta, fólks sem nýtir á friðsamlegan hátt, lögbundinn rétt sinn til mótmæla. Að mótmæla óréttlæti er borgaraleg skylda. Hér ríkir tjáningarfrelsi, í það minnsta samkvæmt laganna bókstaf. Það að hlýða ekki tilmælum lögreglu er ekki ófriðsamlegt í eðli sínu þótt það sé lögbrot. Skattsvikari fremur lögbrot en það er ekki ofbeldisbrot eða “ófriður” fólginn í brotinu. Þegar mótmælandi hlýðir ekki fyrirmælum lögreglu þá er það hin alþekkta borgaralega óhlýðni sem borgarinn beitir, ekki ófriður. Við horfum hér upp á grófa misbeitingu lögregluvalds sem ekki verður unað. Þessa sjáum við merki víða um hinn vestræna heim um þessar mundir. Hvað segir það okkur? Það segir okkur aðeins það, að yfirvaldið er hrætt. Því finnst sér ógnað. Það hefur málað sig út í horn, það hefur beitt brögðum og vill komast upp með spillinguna. Yfirvaldið finnur valdi sínu farveg með því að réttlæta ofbeldi lögreglunnar eins og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra gerir þegar hún segir ofbeldi lögreglunnar síðastliðinn föstudag vera eðlileg viðbrögð. Hræðsla hennar og valdaelítunnar er við að upp um þau komist, að þau verði afhjúpuð, nístandi hræðslan við að missa völdin, hræðslan við að missa “stöðu sína”. Stjórnvöld hafa nú þegar löngu misst sjónar á siðferðinu og vita sem er, að við sjáum það og þeim finnst sér ógnað af réttlætiskennd almennings. Sú grundvallarþörf manneskjunnar til að mótmæla óréttlæti hræðir þau. Og hvert er þeirra svar? Ofbeldi. Heimskulegasta svar sem til er. Það hefur aldrei dugað. Aldrei til lengdar. Frelsis og réttlætisþrá manneskjunnar er nefnilega öllu ofbeldi yfirsterkari. Við höfum aldrei séð það skýrar en einmitt nú! Yfirvöld ættu ætíð, að hafa það í huga, jafnvel hverja einustu stund, að almenningur, sá sem þau sækja vald sitt til, mun aldrei, sætta sig við það að því fylgi táragas og önnur ofbeldisógn, að vera manneskja sem berst friðsamlega fyrir réttlæti og friði til handa öðrum manneskjum. Skrifið það endilega hjá ykkur til minnis. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína).
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar