Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 15:00 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022 og notið góðs stuðnings. Það fer vel milli þeirra félaga, Usain og Heimis. getty / fotojet Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira