Heimir Hallgrímsson: Usain er frábær manneskja og mikill aðdáandi landsliðsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 15:00 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022 og notið góðs stuðnings. Það fer vel milli þeirra félaga, Usain og Heimis. getty / fotojet Heimir Hallgrímsson unir sér vel í hitanum í Jamaíka. Hann er spenntur fyrir Ameríkukeppninni síðar í mánuðinum og telur góðar líkur á að landsliðið komist á næsta heimsmeistaramót. Það muni þeir gera með góðum stuðningi landsmanna, þeirra á meðal fyrrum spretthlauparans Usain Bolt. Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Heimir gaf vangamynd af sér í viðtali við FIFA. Þar segir hann frá lífinu í Jamaíka, tannlæknamenntun sinni og núverandi starfi sem landsliðsþjálfari efnilegs liðs. Reggístrákarnir, eins og landsliðsmenn Jamaíku eru kallaðir, munu leika sína fyrstu leiki í undankeppni HM í vikunni. Góðar líkur eru á því að komast á mótið, sem mun í fyrsta sinn innihalda 48 landslið í stað 32. Þar að auki eru gestgjafarnir, Bandaríkin, Kanada og Mexíkó frá N-Ameríku og því minni samkeppni fyrir Jamaíku um laus pláss á mótinu. „Það verða allir með augun á þessu. Þetta verður stærsta HM frá upphafi. Ef við komumst á mótið er mikið af Jamaíkamönnum í Bandaríkjunum þannig að við ættum að geta málað vellina gula. Okkar aðdáendur dreymir um að vera hluti af þessu móti,“ segir Heimir. Copa America framundan Þegar þeim tveimur leikjum er lokið hefst undirbúningur að fullu fyrir Copa America en Jamaíka verður þar meðal þjóða í fyrsta sinn síðan 2016. Jamaíka náði góðum árangri í Þjóðadeildinni í vetur, sló út Kanada í 8-liða úrslitum eftir að hafa lent undir og datt naumlega út fyrir Bandaríkjunum í undanúrslitum, en vann svo Panama og tryggði sér 3. sætið á mótinu. „Svona augnablik gefa þér von þegar hún virðist úti. Leikmenn geta horft til baka og minnst Kanadaleiksins og vitað að það er hægt að snúa leikjum við á örskotsstundu… Þetta gefur okkur von um velgengni á Copa America.“ Spretthlauparinn mikill stuðningsmaður Jamaíska landsliðið nýtur mjög góðs stuðnings og einn harðasti aðdáandi liðsins er besti spretthlaupari allra tíma, Usain Bolt. „Usain [Bolt] mætir á alla leiki. Hann er mikill aðdáandi landsliðanna – karla og kvenna. Frábær manneskja, týpískur Jamaíkamaður, mjög afslappaður.“ Stærsta afrekið að fara með Ísland á HM Heimir hefur auðvitað komist áður á lokamót HM sem þjálfari þegar hann leiddi íslenska liðið þangað í fyrsta sinn árið 2018. Hann segir það stærstu stundina á ferlinum en það situr í honum að hafa ekki náð betri árangri. „Heilt yfir náðum við frábærum árangri og ég var mjög stoltur af strákunum, þó við hefðum viljað halda lengra. En bara að taka þátt á HM í fyrsta sinn með Íslandi var risastórt afrek.“ Viðtalið allt við Heimi má lesa hér.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira