Fótbolti

Byrjunar­liðið gegn Austur­ríki: Tvær breytingar og allar á skýrslu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Vísir/Diego

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu. 

Leiðindamistök gerðu það að verkum að tveir leikmenn, Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir, þurftu að sitja uppi í stúku þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Austurríki síðasta föstudag.

Skýrslan skilaði sér rétt inn í þetta sinn og allir 23 leikmenn hópsins eru á skrá. 

Það er spilað snart í þessari undankeppni og stutt síðan síðasti leikur fór fram úti í Austurríki á föstudag. Þorsteinn tilkynnti þær gleðifréttir á blaðamannafundi í gær að allir leikmenn hafi komið heilir út úr fyrri leiknum og engin meiðsli eða eymsli væri að finna í hópnum. 

Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í síðasta leik. Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur og Hlín Eiríksdóttir kemur inn fyrir Diljá Ýr Zomers. Liðið má sjá hér að neðan:

  • 1. Fanney Inga Birkisdóttir
  • 3. Sandra María Jessen
  • 4. Glódís Perla Viggósdóttir (fyrirliði)
  • 6. Ingibjörg Sigurðardóttir
  • 7. Selma Sól Magnúsdóttir
  • 10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
  • 14. Hlín Eiríksdóttir
  • 16. Hildur Antonsdóttir
  • 18. Guðrún Arnardóttir
  • 20. Guðný Árnadóttir
  • 23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Sigur í kvöld hefði mikið vægi fyrir Ísland sem stefnir á sitt fimma Evrópumót í röð. 

Leikurinn hefst klukkan 19:30 á Laugardalsvelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×