Í yfirlýsingu MLB-deildarinnar segir að Marcano hafi veðjað alls 387 sinnum fyrir meira en 150 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 20 milljónir íslenskra króna. Veðmálin áttu sér stað í október 2022 og frá júlí til nóvember á síðasta ári.
Breaking: Padres infielder Tucupita Marcano has been issued a lifetime ban for violating MLB's sports betting rules and policies, the league announced.
— ESPN (@espn) June 4, 2024
A's pitcher Michael Kelly and minor league players Jay Groome (Padres), José Rodríguez (Phillies) and Andrew Saalfrank… pic.twitter.com/PKeid7ZZdD
Hinn 24 ára gamli Marcano virtist ekki fela það að hann væri að veðja á deildina sem hann spilaði í eða þá leiki sem hann tók þátt í þar sem ekki var um ólöglega veðmálastarfsemi að ræða.
Samkvæmt ESPN er meira en öld síðan MLB-deildin dæmdi leikmann sem enn var að spila í deildinni í lífstíðarbann fyrir veðmál.
Rob Manfred, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði meðal annars í yfirlýsingu sinni vegna málsins að það skipti deildina öllu máli að verja heilindi hennar. Þar með sé ekki hægt að leyfa leikmönnum að veðja á leiki í deildinni og hvað þá eigin leiki.