Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 23:10 Þráinn segir það merki um aukna jákvæðni í garð iðnnáms í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira