Lokun pósthúsa – ferli sem vonandi á sér enga hliðstæðu Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 5. júní 2024 09:00 Í mars 2024 barst beiðni frá Byggðastofnunum um að sveitarfélög veittu umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á póstþjónustu víða um land ásamt erindi Íslandspósts þess efnis. Undirrituð vilja benda á þann tvískinnung sem um er að ræða í ljósi ferli máls þess sem hér um ræðir og á það væntanlega við á öllum þeim stöðum sem Íslandspóstur er búinn að loka á eða í þann veginn að loka pósthúsi. Byggðastofnun ber skv. ákvæði 4. mgr. 5. gr. reglna nr. 504/2003, að leita umsagnar sveitarstjórna varðandi þau atriði sem talin eru upp í 2. mgr. fyrrgreindra reglna og Byggðastofnun skal leggja til grundvallar við mat á beiðni um breytingar á veitingu póstþjónustu. Ástæða þess að við teljum að um tvískinnung sé að ræða í ferli máls er m.a. það að búið var að tilkynna starfsmönnum um lokun og að hún tæki gildi þann 1. júní 2024 sem og að viðskiptavinir/notendur póstþjónustu á umræddum stöðum, Búðardal og Hvammstanga í okkar tilfellum, fengu sendan tölvupóst frá fyrirtækinu þann 15. mars þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu í Búðardal og Hvammstanga. Frestur sveitarfélaganna til að skila inn umsögnum til Byggðastofnunar var til 5. apríl sl. þannig að röð atburða er sérkennileg hvað t.a.m. þetta varðar svo vægt sé til orða tekið. Þegar þessi grein er rituð er ekki komin fram úrvinnsla Byggðastofnunar á umsögnum sveitarfélaganna en samt sem áður búið að skella í lás og jafnvel hafið söluferli á fasteignum sem starfsemin var í. Röð atburða er því annað sinnið afar sérkennileg og ljóst að stjórn og stjórnendur Íslandspósts fara ekki að þeim leikreglum sem settar eru. Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra komu sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í upphafi þessa ferils sem um ræðir en þau viðbrögð hafa algerlega verið virt að vettugi. Meðal þess sem nefnt var í umsögnum okkar var eftirfarandi: Bæði er blóðugt að missa störf úr byggðarlögum og eins er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við þá þjónustuskerðingu sem hér um ræðir. Breytingar á aðgengi að þjónustu geta haft áhrif á afgreiðsluhraða og jafnframt gerir breytingin fólki sem er að senda frá sér vörur sem framleiddar eru í Dölum eða Húnaþingi vestra torveldara fyrir á vissan hátt. Staðsetning bæði Búðardals og Hvammstanga teljum við einnig að hljóti að skipta miklu þegar ákvörðun sem þessi er tekin. Það má t.a.m. segja að í gegnum Búðardal og Dalabyggð liggi lífæð inn á Vestfirði og Strandir og því væri nær að huga að því að í Búðardal yrði miðstöð Póstsins og dreifingarstöð. Einnig hefur sá vetur sem nú er senn á enda sýnt fram á mikilvægi Búðardals sem ákveðinnar miðju í ljósi þess að Brattabrekka og Laxárdalsheiði eru mun oftar opnar þegar óveður geisar í samanburði við Holtavörðuheiði. Í fyrrgreindu bréfi Byggðastofnunar til okkar er vísað til 5. gr. reglna 504/2003 eins og að framan greinir og snýr hún að mikilvægum þáttum eins og staðsetningu, fyrirkomulagi og öryggismálum á afgreiðslustöðum fyrir póstþjónustu. Þar koma fram þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat Byggðastofnunarinnar á beiðni Íslandspósts um lokun í Búðardal sem og Hvammstanga í þeim tilvikum sem hér um ræðir. Mikilvægt er að hugað sé að öryggisþáttum á nú nýjum afgreiðslustöðum m.t.t. þess pláss sem hugsað er til móttöku sendinga og aðstöðu til flokkunar. Byggðastofnun setti fram nokkur viðmið sem sveitarfélögin brugðust við í umsögnum sínum, sjá svör hér neðan við hvert atriði; 1. Fjöldi íbúa á því svæði sem afgreiðslustaðnum er ætlað að þjóna. Íbúar Dalabyggðar eru 655 og þar af búa um 250 í þéttbýlinu í Búðardal. Íbúar í Húnaþingi vestra eru 1250 þar af um helmingur á Hvammstanga. 2. Stærð þess svæðis sem afgreiðslustaðurinn þjónar. Dalabyggð er gríðarlega víðfeðmt sveitarfélag, er 2427 ferkílómetrar að stærð og er 14. landstærsta sveitarfélag landsins. Dalabyggð nær í suðri frá miðri Bröttubrekku, langleiðina yfir í Hrútafjörð sem leið liggur yfir Laxárdalsheiði, yfir í Gilsfjörð og sveitarfélagamörk Dalabyggðar og Sveitarfélagsins Stykkishólms eru í Álftafirði og vegalengdir innan sveitarfélags eru miklar. Húnaþing vestra er landmikið sveiarfélag (3000 ferkílómetrar, 11. landmesta sveitarfélag landsins). Það nær í suðri frá miðri Holtavörðuheiði og Arnarvatni norður Strandir að Stikuhálsi og að Gljúfurá í austri. 3. Möguleiki íbúa á að sækja þjónustuna annað. Næsta pósthús við Búðardal, eftir breytingar er í Borgarnesi og því yfir fjallveg (Bröttubrekku) að fara og vegalengdin á þeirri leið er 80 km. Annar valkostur er Stykkishólmur og þá um Skógarströnd sem er 84,4 km. og ástand þess vegar mjög bágborið. 4. Næsta pósthús við Hvammstanga eftir breytingar er á Blönduósi. Þeir íbúar sem lengst þurfa að fara úr vestri eru í 72 km fjarlægð frá Hvammstanga og þar með 132 km fjarlægð frá Blönduósi. Samgöngur á svæðinu. Þjóðvegur 60 liggur í gegnum Dalabyggð. Vegasamgöngur eru alla jafna góðar hvað færð varðar þó vegir innan Dalabyggðar séu vondir, malarvegir nánast alveg fyrir utan veg 60 sem þó er að hluta til nú malarvegur. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Húnaþing vestra og á milli Hvammstanga og Blönduóss. Bent er á að þó vegasamgöngur séu góðar þá spillist færð reglulega þar á milli á vetrum. Sú staða getur því komið upp að póstbíll komist með sendingar úr Reykjavík á Blönduós að kvöldi en póstbíllinn komist ekki með sendingar morguninn eftir á Hvammstanga. 5. Fjöldi afgreiðslna á afgreiðslustaðnum á ári. Í erindi Íslandspósts eru ekki upplýsingar um sendingar sem berast í Búðardal eða á Hvammstanga en gefnar voru upp magntölur á fundi fulltrúa fyrirtækisins með fulltrúum sveitarfélaganna og á opnum íbúafundi á Hvammstanga þegar breytingarnar voru kynntar. Vitað er að bréfasendingum hefur fækkað mikið en pakkasendingum hefur fjölgað og því er það dapurlegt að Pósturinn sé að draga úr þjónustu sinni í samfélögum þar sem ekki er um margar verslanir að ræða og íbúar þurfa að panta ýmsar nauðsynjar að, m.a. í gegnum vefverslanir. Skiptir fyrrgreind þjónusta og aðgengi að henni því miklu máli fyrir íbúa. Má því segja að fyrirtækið sé að draga sig út úr samkeppni um pakkasendingar þegar það ætti að sækja fram miðað við afkomu fyrirtækisins. 6. Annað sem getur haft áhrif á möguleika íbúa að að sækja póstþjónustu sem fellur undir alþjónustu. Undir þessum lið þá komu bæði Dalabyggð og Húnaþing vestra, á framfæri skýrum og afdráttarlausum mótmælum við fyrirhugaðri lokun pósthúsanna í Búðardal og á Hvammstanga. Við værum að leita allra leiða til að styrkja innviði okkar samfélaga og því skyti þessi ákvörðun Íslandspósts skökku við að okkar mati og væri í algerri mótsögn við þau sjónarmið sem birtast í byggðaáætlun stjórnvalda um sjálfbærar byggðir um land allt. Við gerum okkur grein fyrir að í tímans rás og með bættri tækni á mörgum sviðum hefur hlutverk Íslandspósts tekið breytingum. Röð atburða og ákvarðana og ekki síst aðgerða í því verkefni sem við höfum lýst hér að framan er hins vegar algjörlega á skjön við það hvernig við sjáum fyrir okkur vandaða stjórnsýslu, ekki síst í ljósi þess að Íslandspóstur ohf. er opinbert félag í eigu skattgreiðenda og því enn meiri ástæða til þess að vandað sé til verka, rétt eins og við stjórn sveitarfélaga. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Húnaþing vestra Dalabyggð Byggðamál Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í mars 2024 barst beiðni frá Byggðastofnunum um að sveitarfélög veittu umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á póstþjónustu víða um land ásamt erindi Íslandspósts þess efnis. Undirrituð vilja benda á þann tvískinnung sem um er að ræða í ljósi ferli máls þess sem hér um ræðir og á það væntanlega við á öllum þeim stöðum sem Íslandspóstur er búinn að loka á eða í þann veginn að loka pósthúsi. Byggðastofnun ber skv. ákvæði 4. mgr. 5. gr. reglna nr. 504/2003, að leita umsagnar sveitarstjórna varðandi þau atriði sem talin eru upp í 2. mgr. fyrrgreindra reglna og Byggðastofnun skal leggja til grundvallar við mat á beiðni um breytingar á veitingu póstþjónustu. Ástæða þess að við teljum að um tvískinnung sé að ræða í ferli máls er m.a. það að búið var að tilkynna starfsmönnum um lokun og að hún tæki gildi þann 1. júní 2024 sem og að viðskiptavinir/notendur póstþjónustu á umræddum stöðum, Búðardal og Hvammstanga í okkar tilfellum, fengu sendan tölvupóst frá fyrirtækinu þann 15. mars þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu í Búðardal og Hvammstanga. Frestur sveitarfélaganna til að skila inn umsögnum til Byggðastofnunar var til 5. apríl sl. þannig að röð atburða er sérkennileg hvað t.a.m. þetta varðar svo vægt sé til orða tekið. Þegar þessi grein er rituð er ekki komin fram úrvinnsla Byggðastofnunar á umsögnum sveitarfélaganna en samt sem áður búið að skella í lás og jafnvel hafið söluferli á fasteignum sem starfsemin var í. Röð atburða er því annað sinnið afar sérkennileg og ljóst að stjórn og stjórnendur Íslandspósts fara ekki að þeim leikreglum sem settar eru. Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra komu sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í upphafi þessa ferils sem um ræðir en þau viðbrögð hafa algerlega verið virt að vettugi. Meðal þess sem nefnt var í umsögnum okkar var eftirfarandi: Bæði er blóðugt að missa störf úr byggðarlögum og eins er erfitt fyrir okkur að sætta okkur við þá þjónustuskerðingu sem hér um ræðir. Breytingar á aðgengi að þjónustu geta haft áhrif á afgreiðsluhraða og jafnframt gerir breytingin fólki sem er að senda frá sér vörur sem framleiddar eru í Dölum eða Húnaþingi vestra torveldara fyrir á vissan hátt. Staðsetning bæði Búðardals og Hvammstanga teljum við einnig að hljóti að skipta miklu þegar ákvörðun sem þessi er tekin. Það má t.a.m. segja að í gegnum Búðardal og Dalabyggð liggi lífæð inn á Vestfirði og Strandir og því væri nær að huga að því að í Búðardal yrði miðstöð Póstsins og dreifingarstöð. Einnig hefur sá vetur sem nú er senn á enda sýnt fram á mikilvægi Búðardals sem ákveðinnar miðju í ljósi þess að Brattabrekka og Laxárdalsheiði eru mun oftar opnar þegar óveður geisar í samanburði við Holtavörðuheiði. Í fyrrgreindu bréfi Byggðastofnunar til okkar er vísað til 5. gr. reglna 504/2003 eins og að framan greinir og snýr hún að mikilvægum þáttum eins og staðsetningu, fyrirkomulagi og öryggismálum á afgreiðslustöðum fyrir póstþjónustu. Þar koma fram þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat Byggðastofnunarinnar á beiðni Íslandspósts um lokun í Búðardal sem og Hvammstanga í þeim tilvikum sem hér um ræðir. Mikilvægt er að hugað sé að öryggisþáttum á nú nýjum afgreiðslustöðum m.t.t. þess pláss sem hugsað er til móttöku sendinga og aðstöðu til flokkunar. Byggðastofnun setti fram nokkur viðmið sem sveitarfélögin brugðust við í umsögnum sínum, sjá svör hér neðan við hvert atriði; 1. Fjöldi íbúa á því svæði sem afgreiðslustaðnum er ætlað að þjóna. Íbúar Dalabyggðar eru 655 og þar af búa um 250 í þéttbýlinu í Búðardal. Íbúar í Húnaþingi vestra eru 1250 þar af um helmingur á Hvammstanga. 2. Stærð þess svæðis sem afgreiðslustaðurinn þjónar. Dalabyggð er gríðarlega víðfeðmt sveitarfélag, er 2427 ferkílómetrar að stærð og er 14. landstærsta sveitarfélag landsins. Dalabyggð nær í suðri frá miðri Bröttubrekku, langleiðina yfir í Hrútafjörð sem leið liggur yfir Laxárdalsheiði, yfir í Gilsfjörð og sveitarfélagamörk Dalabyggðar og Sveitarfélagsins Stykkishólms eru í Álftafirði og vegalengdir innan sveitarfélags eru miklar. Húnaþing vestra er landmikið sveiarfélag (3000 ferkílómetrar, 11. landmesta sveitarfélag landsins). Það nær í suðri frá miðri Holtavörðuheiði og Arnarvatni norður Strandir að Stikuhálsi og að Gljúfurá í austri. 3. Möguleiki íbúa á að sækja þjónustuna annað. Næsta pósthús við Búðardal, eftir breytingar er í Borgarnesi og því yfir fjallveg (Bröttubrekku) að fara og vegalengdin á þeirri leið er 80 km. Annar valkostur er Stykkishólmur og þá um Skógarströnd sem er 84,4 km. og ástand þess vegar mjög bágborið. 4. Næsta pósthús við Hvammstanga eftir breytingar er á Blönduósi. Þeir íbúar sem lengst þurfa að fara úr vestri eru í 72 km fjarlægð frá Hvammstanga og þar með 132 km fjarlægð frá Blönduósi. Samgöngur á svæðinu. Þjóðvegur 60 liggur í gegnum Dalabyggð. Vegasamgöngur eru alla jafna góðar hvað færð varðar þó vegir innan Dalabyggðar séu vondir, malarvegir nánast alveg fyrir utan veg 60 sem þó er að hluta til nú malarvegur. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Húnaþing vestra og á milli Hvammstanga og Blönduóss. Bent er á að þó vegasamgöngur séu góðar þá spillist færð reglulega þar á milli á vetrum. Sú staða getur því komið upp að póstbíll komist með sendingar úr Reykjavík á Blönduós að kvöldi en póstbíllinn komist ekki með sendingar morguninn eftir á Hvammstanga. 5. Fjöldi afgreiðslna á afgreiðslustaðnum á ári. Í erindi Íslandspósts eru ekki upplýsingar um sendingar sem berast í Búðardal eða á Hvammstanga en gefnar voru upp magntölur á fundi fulltrúa fyrirtækisins með fulltrúum sveitarfélaganna og á opnum íbúafundi á Hvammstanga þegar breytingarnar voru kynntar. Vitað er að bréfasendingum hefur fækkað mikið en pakkasendingum hefur fjölgað og því er það dapurlegt að Pósturinn sé að draga úr þjónustu sinni í samfélögum þar sem ekki er um margar verslanir að ræða og íbúar þurfa að panta ýmsar nauðsynjar að, m.a. í gegnum vefverslanir. Skiptir fyrrgreind þjónusta og aðgengi að henni því miklu máli fyrir íbúa. Má því segja að fyrirtækið sé að draga sig út úr samkeppni um pakkasendingar þegar það ætti að sækja fram miðað við afkomu fyrirtækisins. 6. Annað sem getur haft áhrif á möguleika íbúa að að sækja póstþjónustu sem fellur undir alþjónustu. Undir þessum lið þá komu bæði Dalabyggð og Húnaþing vestra, á framfæri skýrum og afdráttarlausum mótmælum við fyrirhugaðri lokun pósthúsanna í Búðardal og á Hvammstanga. Við værum að leita allra leiða til að styrkja innviði okkar samfélaga og því skyti þessi ákvörðun Íslandspósts skökku við að okkar mati og væri í algerri mótsögn við þau sjónarmið sem birtast í byggðaáætlun stjórnvalda um sjálfbærar byggðir um land allt. Við gerum okkur grein fyrir að í tímans rás og með bættri tækni á mörgum sviðum hefur hlutverk Íslandspósts tekið breytingum. Röð atburða og ákvarðana og ekki síst aðgerða í því verkefni sem við höfum lýst hér að framan er hins vegar algjörlega á skjön við það hvernig við sjáum fyrir okkur vandaða stjórnsýslu, ekki síst í ljósi þess að Íslandspóstur ohf. er opinbert félag í eigu skattgreiðenda og því enn meiri ástæða til þess að vandað sé til verka, rétt eins og við stjórn sveitarfélaga. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar