Djokovic dregur sig úr keppni og missir efsta sætið til Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júní 2024 12:31 Djokovic rann til í öðru settinu og virtist sárþjáður en tókst að klára leikinn. Myndatökur leiddu svo í ljós að hann hefði rifið liðþófa. Christian Liewig - Corbis/Getty Images Novak Djokovic mun detta úr efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hafa dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir á leirvellinum við Roland Garros. Djokovic meiddist á hné í 16-liða úrslitum þegar hann sló út Argentínumanninn Francisco Cerundolo. Hann rann til í öðru settinu en gat haldið leik áfram eftir að hafa innbyrt töluvert magn af verkjalyfjum. Eftir myndatökur kom í ljós að Djokovic hafi rifið liðþófa í hægra hné. Hann neyddist því til að draga sig úr keppni og mun ekki mæta Norðmanninum Casper Ruud í 8-liða úrslitum í dag eins og stóð til. Ruud fer sjálfkrafa áfram í undanúrslit og mætir þar annaðhvort Alex de Minaur eða Alexander Zverev. Djokovic mun missa efsta sætið á heimslistanum til Ítalans Jannik Sinner, sem komst áfram í undanúrslit í gær. Sömuleiðis mun Djokovic ekki geta bætt við eigið sigramet á alslemmumótum (Grand Slam), hann hefur 24 sinnum fagnað sigri og fær annað tækifæri á 25. titlinum þegar Wimbledon mótið hefst þann 1. júlí, hafi hann náð heilsu. Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Djokovic meiddist á hné í 16-liða úrslitum þegar hann sló út Argentínumanninn Francisco Cerundolo. Hann rann til í öðru settinu en gat haldið leik áfram eftir að hafa innbyrt töluvert magn af verkjalyfjum. Eftir myndatökur kom í ljós að Djokovic hafi rifið liðþófa í hægra hné. Hann neyddist því til að draga sig úr keppni og mun ekki mæta Norðmanninum Casper Ruud í 8-liða úrslitum í dag eins og stóð til. Ruud fer sjálfkrafa áfram í undanúrslit og mætir þar annaðhvort Alex de Minaur eða Alexander Zverev. Djokovic mun missa efsta sætið á heimslistanum til Ítalans Jannik Sinner, sem komst áfram í undanúrslit í gær. Sömuleiðis mun Djokovic ekki geta bætt við eigið sigramet á alslemmumótum (Grand Slam), hann hefur 24 sinnum fagnað sigri og fær annað tækifæri á 25. titlinum þegar Wimbledon mótið hefst þann 1. júlí, hafi hann náð heilsu.
Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira