Handbolti

Segja að Viktor Gísli fari til Pól­lands og svo til Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið á fimm stórmót með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið á fimm stórmót með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er orðaður við Póllandsmeistara Wisla Plock.

Samkvæmt Instagram-síðunni rthandball, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum og slúðri í handboltaheiminum, gengur Viktor Gísli í raðir Wisla Plock í sumar og fer svo til Barcelona eftir næsta tímabil.

Í staðinn fyrir Viktor Gísla fær Wisla Plock norska landsliðsmarkvörðinn Thorbjörn Bergerud frá Kolstad á næsta ári. Wisla Plock varð pólskur meistari á nýafstöðnu tímabili, eftir að hafa lent í 2. sæti á eftir Kielce tólf ár í röð.

Viktor Gísli, sem verður 24 ára í næsta mánuði, hefur leikið með Nantes í Frakklandi undanfarin tvö tímabil. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2023.

Þar áður lék Viktor með GOG í Danmörku um þriggja ára skeið. Hann er uppalinn hjá Fram en hélt utan 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×