10 sekir menn gangi lausir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 5. júní 2024 10:30 Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun